Afturelding áfram taplaust | Leiknir kom til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2023 21:40 Topplið Aftureldingar stefnir hraðbyr á Bestu deildina. Afturelding Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Topplið Aftureldingar vann 1-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Þá kom Leiknir Reykjavík til baka gegn Ægi frá Þorlákshöfn. Aron Elí Sævarsson tryggði toppliði Aftureldingar 1-0 sigurinn á Þrótti Reykjavík með marki þegar tæp klukkustund var liðin. Afturelding er sem fyrr á toppnum, nú með 29 stig að loknum 11 leikjum. Þróttur er í 7. sæti með 13 stig eftir jafn marga leiki. Í Breiðholti kom Sindri Björnsson Leikni yfir gegn nýliðum Ægis en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Dimitrije Cokic jafnaði metin og Ivo Braz kom Ægi yfir með marki úr vítaspyrnu. Þegar fimm mínútur lifðu leiks jafnaði Omar Sowe metin fyrir heimamenn. Það var svo í uppbótatíma sem Baldvin Freyr Berndsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja þar með Leikni sigurinn. Leiknir er nú með 11 stig í 9. sæti á meðan Ægir er í botnsætinu með 4 stig. Grindavík og Þór Akureyri gerðu 1-1 jafntefli suður með sjó. Marc Rochester Sörensen kom Þór yfir eftir rúma klukkustund en Marko Vardic jafnaði fyrir heimamenn undir lokin og þar við sat, lokatölur 1-1. Grindavík er í 4. sæti með 15 stig en Þór Ak. er í 5. sæti með 14 stig. Í Njarðvík mættust heimamenn og Fjölnir. Undir lok fyrri hálfleiks kom Bjarni Gunnarsson gestunum í Fjölni yfir þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Walid Birrou Essafi varði út í teiginn. Bjarni fékk svo beint rautt spjald örskömmu síðar og Fjölnir marki yfir en manni færri í hálfleik. Hreggviður Hermannsson jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hreggviður ákvað að feta í spor Bjarna og lét henda sér af velli þegar hann nældi í sitt annað gula spjald á 64. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Fjölnir er í 2. sæti með 22 stig en Njarðvík í 11. sæti með 8 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Fleiri fréttir Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ Sjá meira
Aron Elí Sævarsson tryggði toppliði Aftureldingar 1-0 sigurinn á Þrótti Reykjavík með marki þegar tæp klukkustund var liðin. Afturelding er sem fyrr á toppnum, nú með 29 stig að loknum 11 leikjum. Þróttur er í 7. sæti með 13 stig eftir jafn marga leiki. Í Breiðholti kom Sindri Björnsson Leikni yfir gegn nýliðum Ægis en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Dimitrije Cokic jafnaði metin og Ivo Braz kom Ægi yfir með marki úr vítaspyrnu. Þegar fimm mínútur lifðu leiks jafnaði Omar Sowe metin fyrir heimamenn. Það var svo í uppbótatíma sem Baldvin Freyr Berndsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja þar með Leikni sigurinn. Leiknir er nú með 11 stig í 9. sæti á meðan Ægir er í botnsætinu með 4 stig. Grindavík og Þór Akureyri gerðu 1-1 jafntefli suður með sjó. Marc Rochester Sörensen kom Þór yfir eftir rúma klukkustund en Marko Vardic jafnaði fyrir heimamenn undir lokin og þar við sat, lokatölur 1-1. Grindavík er í 4. sæti með 15 stig en Þór Ak. er í 5. sæti með 14 stig. Í Njarðvík mættust heimamenn og Fjölnir. Undir lok fyrri hálfleiks kom Bjarni Gunnarsson gestunum í Fjölni yfir þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Walid Birrou Essafi varði út í teiginn. Bjarni fékk svo beint rautt spjald örskömmu síðar og Fjölnir marki yfir en manni færri í hálfleik. Hreggviður Hermannsson jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hreggviður ákvað að feta í spor Bjarna og lét henda sér af velli þegar hann nældi í sitt annað gula spjald á 64. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Fjölnir er í 2. sæti með 22 stig en Njarðvík í 11. sæti með 8 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Fleiri fréttir Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ Sjá meira