Landsmenn ósammála um ákvörðun Svandísar Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 11:33 Ákvörðun Svandís Svavarsdóttir féll misvel í kramið á landsmönnum. Vísir/Ívar Fannar Landsmenn skiptast nokkuð jafnt í fylkingar þegar kemur að skoðun þeirra á ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið bann á hvalveiðum. Samkvæmt Þjóðarpúls Gallup eru tæp fjörutíu og tvö prósent ánægð með ákvörðunina en rúmlega þrjátíu og níu prósent eru óánægð. Þann 21. júní síðastliðinn átti hvalveiðitímabil að hefjast en daginn fyrir það greindi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra frá ákvörðun sinni um bannið. Ákvörðunin var umdeild og vakti mikla reiði hjá þeim sem tengjast hvalveiðunum. Þau sem hafa barist gegn hvalveiðum voru þó hæstánægð. Samkvæmt niðurstöðum í könnun sem Gallup framkvæmdi frá 23. júní til 2. júlí kemur fram að aðeins fleiri þeirra sem tóku þátt eru ánægð með niðurstöðuna. Einstaklingarnir sem tóku þátt í könnuninni voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Karlar eru óánægðari en konur með ákvörðun Svandísar en rétt rúmlega helmingur þeirra sögðust vera óánægðir. Á móti þá voru rétt rúmlega helmingur kvenna ánægð með ákvörðunina. Tuttugu og tvö prósent kvenna voru hvorki ánægðar né óánægðar. Sextán prósent karla voru hvorki ánægðir né óánægðir. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.Gallup Niðurstöðurnar breytast nokkuð eftir búsetu fólks. Fjörutíu og sex prósent þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru ánægð með ákvörðun Svandísar, þrjátíu og þrjú prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni voru ánægð. Einnig breytast niðurstöðurnar eftir aldri fólks, þau sem eru yngri eru ánægðari með ákvörðunina. Þau sem myndu kjósa Miðflokkinn í Alþingiskosningunum eru óánægðust með ákvörðun Svandísar. Framsóknarfólk kemur þar á eftir og svo þau sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þau sem myndu kjósta Vinstri græn, Sósíalistaflokk Íslands, Samfylkinguna og Pírata eru ánægðust með ákvörðunina. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Þann 21. júní síðastliðinn átti hvalveiðitímabil að hefjast en daginn fyrir það greindi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra frá ákvörðun sinni um bannið. Ákvörðunin var umdeild og vakti mikla reiði hjá þeim sem tengjast hvalveiðunum. Þau sem hafa barist gegn hvalveiðum voru þó hæstánægð. Samkvæmt niðurstöðum í könnun sem Gallup framkvæmdi frá 23. júní til 2. júlí kemur fram að aðeins fleiri þeirra sem tóku þátt eru ánægð með niðurstöðuna. Einstaklingarnir sem tóku þátt í könnuninni voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Karlar eru óánægðari en konur með ákvörðun Svandísar en rétt rúmlega helmingur þeirra sögðust vera óánægðir. Á móti þá voru rétt rúmlega helmingur kvenna ánægð með ákvörðunina. Tuttugu og tvö prósent kvenna voru hvorki ánægðar né óánægðar. Sextán prósent karla voru hvorki ánægðir né óánægðir. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.Gallup Niðurstöðurnar breytast nokkuð eftir búsetu fólks. Fjörutíu og sex prósent þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru ánægð með ákvörðun Svandísar, þrjátíu og þrjú prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni voru ánægð. Einnig breytast niðurstöðurnar eftir aldri fólks, þau sem eru yngri eru ánægðari með ákvörðunina. Þau sem myndu kjósa Miðflokkinn í Alþingiskosningunum eru óánægðust með ákvörðun Svandísar. Framsóknarfólk kemur þar á eftir og svo þau sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þau sem myndu kjósta Vinstri græn, Sósíalistaflokk Íslands, Samfylkinguna og Pírata eru ánægðust með ákvörðunina.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira