Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 11:23 Hamborgarafabrikkan á Höfðatorgi verður sótthreinsuð í dag. Hamborgarafabrikkan Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. „Vonandi er þetta yfirstaðið en við viljum samt grípa til ráðstafana og fara í sama pakka hér og við fórum í í Kringlunni,“ segir María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar. Eins og komið hefur fram urðu rúmlega hundrað manns veikir eftir að hafa snætt á Fabrikkunni í Kringlunni um helgina og fjórir eftir að hafa snætt á Höfðatorgi. Ekkert fannst í matvælum né sósum María segir að niðurstöður úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins úr veikum gestum liggi enn ekki fyrir en þær munu liggja fyrir síðdegis. Hins vegar hafi Fabrikkan sjálf sent sósur sínar og hamborgara í greiningu. „Þetta var allt saman í lagi og þá fer maður að hallast að því að þetta geti hafa verið nóróveira. Þess vegna viljum við sótthreinsa allt hjá okkur og bregðast við með viðeigandi hætti, rétt eins og við gerðum í Kringlunni,“ segir María. Hún segir ákvörðunina vera tekna með öryggi viðskiptavina og starfsmanna í huga. Hamborgarafabrikkan hafi starfað í rúm þrettán ár og þann tíma lagt áherslu á vönduð vinnubrögð og gæði matar og þjónustu. „Það er okkur því mikið áfall að upplifa atburði af þessum toga. Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsmönnum fyrir skilninginn og þolinmæðina,“ segir María Rún. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Vonandi er þetta yfirstaðið en við viljum samt grípa til ráðstafana og fara í sama pakka hér og við fórum í í Kringlunni,“ segir María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar. Eins og komið hefur fram urðu rúmlega hundrað manns veikir eftir að hafa snætt á Fabrikkunni í Kringlunni um helgina og fjórir eftir að hafa snætt á Höfðatorgi. Ekkert fannst í matvælum né sósum María segir að niðurstöður úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins úr veikum gestum liggi enn ekki fyrir en þær munu liggja fyrir síðdegis. Hins vegar hafi Fabrikkan sjálf sent sósur sínar og hamborgara í greiningu. „Þetta var allt saman í lagi og þá fer maður að hallast að því að þetta geti hafa verið nóróveira. Þess vegna viljum við sótthreinsa allt hjá okkur og bregðast við með viðeigandi hætti, rétt eins og við gerðum í Kringlunni,“ segir María. Hún segir ákvörðunina vera tekna með öryggi viðskiptavina og starfsmanna í huga. Hamborgarafabrikkan hafi starfað í rúm þrettán ár og þann tíma lagt áherslu á vönduð vinnubrögð og gæði matar og þjónustu. „Það er okkur því mikið áfall að upplifa atburði af þessum toga. Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsmönnum fyrir skilninginn og þolinmæðina,“ segir María Rún.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira