Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2023 15:03 Geimfarið Chandrayaan-3 á leið til tunglsins. AP/Aijaz Rahi Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. Um borð í Chandrayaan-3 er gervihnöttur, lendingarfar og dróni og stendur til að reyna að lenda farinu og drónanum 23. eða 24. ágúst. Takist það yrðu Indverjar þeir fjórðu til að takast lending af þessu tagi á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Í frétt BBC segir að þúsundir hafi fylgst með upphafi ferðar Chandrayaan frá skotpallinum og mikil fagnaðarlæti hafi brotist út þegar eldflaugin tók á loft. LAUNCH! ISRO's Launch Vehicle Mark 3 (LVM3) launches the Chandrayaan-3 lunar lander mission from the Second Launch Pad at the Satish Dhawan Space Centre in Sriharikota, India.Overview:https://t.co/LNPuTvjWsz - by Justin Davenport (@Bubbinski)ISRO livestream: pic.twitter.com/eHl6F3WL6W— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) July 14, 2023 Þrettán ár eru liðin frá því Chandrayaan-1 var skotið til tunglsins, en það geimfar var notað til rannsókna á sporbraut. Chandrayaan-2 var skotið til tunglsins árið 2019 en þá var reynt að lenda lendingarfarinu Vikram. Sú lending misheppnaðist þó og lendingarfarið brotlenti. Geimfarið verður á braut um jörðina og mun á endanum nota þyngdarkraft jarðarinnar til að fljúga til tunglsins. Lendingarfar Chandrayaan-3 kallast einnig Vikram en er um eitt og hálft tonn að þyngd. Undir því er 26 kílóa þjarki sem heitir Pragyaan en það þýðir viska á sanskrít. Þjarkan á að nota til að safna gögnum af yfirborði tunglsins og senda þau aftur til jarðarinnar. Suðurpóll tunglsins hefur lítið verið rannsakaður. Stór hluti svæðisins er hulinn skugga og þykir þess vegna mögulegt að þar megi finna ís í djúpum gígum á yfirborðinu. Indland Geimurinn Tunglið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Um borð í Chandrayaan-3 er gervihnöttur, lendingarfar og dróni og stendur til að reyna að lenda farinu og drónanum 23. eða 24. ágúst. Takist það yrðu Indverjar þeir fjórðu til að takast lending af þessu tagi á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Í frétt BBC segir að þúsundir hafi fylgst með upphafi ferðar Chandrayaan frá skotpallinum og mikil fagnaðarlæti hafi brotist út þegar eldflaugin tók á loft. LAUNCH! ISRO's Launch Vehicle Mark 3 (LVM3) launches the Chandrayaan-3 lunar lander mission from the Second Launch Pad at the Satish Dhawan Space Centre in Sriharikota, India.Overview:https://t.co/LNPuTvjWsz - by Justin Davenport (@Bubbinski)ISRO livestream: pic.twitter.com/eHl6F3WL6W— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) July 14, 2023 Þrettán ár eru liðin frá því Chandrayaan-1 var skotið til tunglsins, en það geimfar var notað til rannsókna á sporbraut. Chandrayaan-2 var skotið til tunglsins árið 2019 en þá var reynt að lenda lendingarfarinu Vikram. Sú lending misheppnaðist þó og lendingarfarið brotlenti. Geimfarið verður á braut um jörðina og mun á endanum nota þyngdarkraft jarðarinnar til að fljúga til tunglsins. Lendingarfar Chandrayaan-3 kallast einnig Vikram en er um eitt og hálft tonn að þyngd. Undir því er 26 kílóa þjarki sem heitir Pragyaan en það þýðir viska á sanskrít. Þjarkan á að nota til að safna gögnum af yfirborði tunglsins og senda þau aftur til jarðarinnar. Suðurpóll tunglsins hefur lítið verið rannsakaður. Stór hluti svæðisins er hulinn skugga og þykir þess vegna mögulegt að þar megi finna ís í djúpum gígum á yfirborðinu.
Indland Geimurinn Tunglið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira