Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2023 15:03 Geimfarið Chandrayaan-3 á leið til tunglsins. AP/Aijaz Rahi Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. Um borð í Chandrayaan-3 er gervihnöttur, lendingarfar og dróni og stendur til að reyna að lenda farinu og drónanum 23. eða 24. ágúst. Takist það yrðu Indverjar þeir fjórðu til að takast lending af þessu tagi á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Í frétt BBC segir að þúsundir hafi fylgst með upphafi ferðar Chandrayaan frá skotpallinum og mikil fagnaðarlæti hafi brotist út þegar eldflaugin tók á loft. LAUNCH! ISRO's Launch Vehicle Mark 3 (LVM3) launches the Chandrayaan-3 lunar lander mission from the Second Launch Pad at the Satish Dhawan Space Centre in Sriharikota, India.Overview:https://t.co/LNPuTvjWsz - by Justin Davenport (@Bubbinski)ISRO livestream: pic.twitter.com/eHl6F3WL6W— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) July 14, 2023 Þrettán ár eru liðin frá því Chandrayaan-1 var skotið til tunglsins, en það geimfar var notað til rannsókna á sporbraut. Chandrayaan-2 var skotið til tunglsins árið 2019 en þá var reynt að lenda lendingarfarinu Vikram. Sú lending misheppnaðist þó og lendingarfarið brotlenti. Geimfarið verður á braut um jörðina og mun á endanum nota þyngdarkraft jarðarinnar til að fljúga til tunglsins. Lendingarfar Chandrayaan-3 kallast einnig Vikram en er um eitt og hálft tonn að þyngd. Undir því er 26 kílóa þjarki sem heitir Pragyaan en það þýðir viska á sanskrít. Þjarkan á að nota til að safna gögnum af yfirborði tunglsins og senda þau aftur til jarðarinnar. Suðurpóll tunglsins hefur lítið verið rannsakaður. Stór hluti svæðisins er hulinn skugga og þykir þess vegna mögulegt að þar megi finna ís í djúpum gígum á yfirborðinu. Indland Geimurinn Tunglið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Um borð í Chandrayaan-3 er gervihnöttur, lendingarfar og dróni og stendur til að reyna að lenda farinu og drónanum 23. eða 24. ágúst. Takist það yrðu Indverjar þeir fjórðu til að takast lending af þessu tagi á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Í frétt BBC segir að þúsundir hafi fylgst með upphafi ferðar Chandrayaan frá skotpallinum og mikil fagnaðarlæti hafi brotist út þegar eldflaugin tók á loft. LAUNCH! ISRO's Launch Vehicle Mark 3 (LVM3) launches the Chandrayaan-3 lunar lander mission from the Second Launch Pad at the Satish Dhawan Space Centre in Sriharikota, India.Overview:https://t.co/LNPuTvjWsz - by Justin Davenport (@Bubbinski)ISRO livestream: pic.twitter.com/eHl6F3WL6W— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) July 14, 2023 Þrettán ár eru liðin frá því Chandrayaan-1 var skotið til tunglsins, en það geimfar var notað til rannsókna á sporbraut. Chandrayaan-2 var skotið til tunglsins árið 2019 en þá var reynt að lenda lendingarfarinu Vikram. Sú lending misheppnaðist þó og lendingarfarið brotlenti. Geimfarið verður á braut um jörðina og mun á endanum nota þyngdarkraft jarðarinnar til að fljúga til tunglsins. Lendingarfar Chandrayaan-3 kallast einnig Vikram en er um eitt og hálft tonn að þyngd. Undir því er 26 kílóa þjarki sem heitir Pragyaan en það þýðir viska á sanskrít. Þjarkan á að nota til að safna gögnum af yfirborði tunglsins og senda þau aftur til jarðarinnar. Suðurpóll tunglsins hefur lítið verið rannsakaður. Stór hluti svæðisins er hulinn skugga og þykir þess vegna mögulegt að þar megi finna ís í djúpum gígum á yfirborðinu.
Indland Geimurinn Tunglið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira