EHF sá ekkert að vinskap dómara og þjálfara: „Eins og að tala við tóma tunnu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 08:00 Halldór Jóhann var þjálfari FH þegar liðið féll úr leik fyrir Tatran Presov í EHF-bikarnum árið 2017 eftir skrautlega frammistöðu dómarapars sem sakað er um hagræðingu úrslita. vísir/vilhelm Handboltaþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon var þjálfari FH þegar liðið lenti illa í dómarapari sem er sakað um stórfellda spillingu og hagræðingu úrslita. Kósóvksu-bræðurnir Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku dæmdu leik GOG frá Danmörku og Kadetten Schaffhausen frá Austurríki árið 2020 og grunaðir um að hafa haft viljandi áhrif á úrslit leiksins. Frammistaða dómaranna þar hafi leitt til rannsóknar dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og úr hafa orðið tveir heimildaþættir sem sýni fram á spillingu innan EHF. „Það sem TV 2 gerir, er að þeir kíkja þarna á þetta eftir þennan fræga leik 2020, þar sem þetta dómarapar er. Þeir fara að kanna þetta betur og upp úr því hefst þessi heimildamynd. Ásamt því að þeir skoða yfirmann dómaramála Evrópu sem sögusagnir eru um að hafi verið ansi spilltur í gegnum tíðina án þess að menn hafi kannski sannað það,“ „Við getum tekið sem dæmi með þetta dómarapar frá Kósóvó. Ég get ekki ímyndað mér að kósóvska deildin sé mjög sterk en allt í einu voru þeir mættir í það að dæma leiki á mjög háu stigi,“ segir Halldór Jóhann. Hlógu og skemmtu sér með þjálfara andstæðinganna degi fyrir leik Halldór lenti í því dómarapari í Evrópuverkefni FH árið 2017, þar sem liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov ytra. Halldór segir þar ekki allt hafa verið með felldu. Degi fyrir leik hafi þeir kósóvsku átt hrókasamræður við og skemmt sér vel með þjálfara andstæðingsins, Króatanum Slavko Goluža. „Sá leikur var ansi skrautlegur að mörgu leyti. Daginn fyrir leik, þegar þeir mæta upp á hótel og við erum þar í hádegismat. Þá sitja þeir með Slavko Goluža, þjálfara Presov, brosandi og hlæjandi yfir kaffibolla og voða vinir.“ „Við létum eftirlitsmanninn vita af þessu og það var bara eins og að tala við tóma tunnu. Það hafði enginn áhuga á að vita þetta og fannst ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Halldór Jóhann. „Síðan í leiknum eru fullt af atriðum, en það versta í þessu er rétt áður en leikurinn er búinn þá dæma þeir línu á Óðin Þór Ríkharðsson sem steig 20 sentímetra frá línunni. Þar hefðum við getað minnkað muninn niður í eitt mark en í staðinn skora þeir síðasta markið og vinna með þremur. Þetta var auðvitað allt til á filmu.“ „Maður fékk smá á tilfinninguna eitthvað siðleysi en auðvitað gat maður ekkert sannað. Við gátum ekkert sannað neitt af þessu en þetta var ansi skrautlegt,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið við Halldór má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Kósóvksu-bræðurnir Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku dæmdu leik GOG frá Danmörku og Kadetten Schaffhausen frá Austurríki árið 2020 og grunaðir um að hafa haft viljandi áhrif á úrslit leiksins. Frammistaða dómaranna þar hafi leitt til rannsóknar dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og úr hafa orðið tveir heimildaþættir sem sýni fram á spillingu innan EHF. „Það sem TV 2 gerir, er að þeir kíkja þarna á þetta eftir þennan fræga leik 2020, þar sem þetta dómarapar er. Þeir fara að kanna þetta betur og upp úr því hefst þessi heimildamynd. Ásamt því að þeir skoða yfirmann dómaramála Evrópu sem sögusagnir eru um að hafi verið ansi spilltur í gegnum tíðina án þess að menn hafi kannski sannað það,“ „Við getum tekið sem dæmi með þetta dómarapar frá Kósóvó. Ég get ekki ímyndað mér að kósóvska deildin sé mjög sterk en allt í einu voru þeir mættir í það að dæma leiki á mjög háu stigi,“ segir Halldór Jóhann. Hlógu og skemmtu sér með þjálfara andstæðinganna degi fyrir leik Halldór lenti í því dómarapari í Evrópuverkefni FH árið 2017, þar sem liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov ytra. Halldór segir þar ekki allt hafa verið með felldu. Degi fyrir leik hafi þeir kósóvsku átt hrókasamræður við og skemmt sér vel með þjálfara andstæðingsins, Króatanum Slavko Goluža. „Sá leikur var ansi skrautlegur að mörgu leyti. Daginn fyrir leik, þegar þeir mæta upp á hótel og við erum þar í hádegismat. Þá sitja þeir með Slavko Goluža, þjálfara Presov, brosandi og hlæjandi yfir kaffibolla og voða vinir.“ „Við létum eftirlitsmanninn vita af þessu og það var bara eins og að tala við tóma tunnu. Það hafði enginn áhuga á að vita þetta og fannst ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Halldór Jóhann. „Síðan í leiknum eru fullt af atriðum, en það versta í þessu er rétt áður en leikurinn er búinn þá dæma þeir línu á Óðin Þór Ríkharðsson sem steig 20 sentímetra frá línunni. Þar hefðum við getað minnkað muninn niður í eitt mark en í staðinn skora þeir síðasta markið og vinna með þremur. Þetta var auðvitað allt til á filmu.“ „Maður fékk smá á tilfinninguna eitthvað siðleysi en auðvitað gat maður ekkert sannað. Við gátum ekkert sannað neitt af þessu en þetta var ansi skrautlegt,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið við Halldór má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira