Sport

Elísabet Rún hafnaði í fimmta sæti

Hjörvar Ólafsson skrifar
Elísabet Rut er ört vaxandi sleggjukastari. 
Elísabet Rut er ört vaxandi sleggjukastari.  Mynd/ioc photos

ÍR-ingurinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð í kvöld í fimmta sæti í sleggjukastkeppninni á Evrópumóti U-23 sem fram fer í Finnlandi þessa dagana.  

Elísabet Rut kastaði sleggjunni 65.93 metra en hún var tæplega tveimur og hálfum metra frá því að komast á verðlaunapall í greininni. Lengsta kast hennar í kastseríunni kom í sjöttu og síðustu umferðinni. 

Þessi 21 árs gamli sleggjukastari hefur bætt Íslandsmet sitt í greininni í nokkur skipti og umtalsvert á þessu ári en hún æfir og keppi fyrir hönd ríkisháskólans í Texas þar sem hún leggur einnig stund á sálfræði. 

Fyrr í sumar, í júní síðastliðnum, náði hún sínu lengsta kasti til þessa sem var 66,98 metrar. Elísabet Rut var því nokkuð frá sínu besta kasti á Evrópumótinu að þessu sinni þrátt fyrir að þetta sé næstlengsta kast hennar á ferlinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×