„Ég læri af þessum mistökum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2023 20:29 Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði eina marka Íslands í kvöld. Vísir/Anton Berglin Rós Ágústsdóttir skoraði eina mark Íslands er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segist hafa séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins sem hægt sé að taka með sér í næsta leik. „Þetta var fínn leikur, en það hefði mátt gera betur. Það var margt sem var gott og annað sem var slæmt en við tökum þetta með okkur inn í næsta leik. Þetta var svona bæði og, jákvætt og neikvætt og við gerum bara betur næst,“ sagði Berglind í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér tvö álitleg færi á fyrstu mínútunum, en Finnar voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins eftir það. „Við byrjuðum vel og svo komust þær inn í þetta og svo náðum við tökunum aftur og mér fannst þetta bara svona fram og til baka. Þær voru kannski aðeins meira með boltann, en mér fannst við komast alveg vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Við áttum kannski að gera aðeins betur en mér fannst þetta svona fram og til baka og við hefðum kannski átt að gera aðeins betur.“ Berglind kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Finnar annað mark sitt þar sem hún sat eftir í baráttunni við Katariina Kosola. „Ég tek alveg fulla ábyrgð á því. Mér fannst ég eiga hafa átt að gera betur þar. Ég hefði átt að gera betur, en það er bara svona. Ég bara læri af þessum mistökum.“ Tveimur mínútum síðar bætti hún þó upp fyrir mistökin og skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. „Mér fannst það vega á móti eins og maður segir,“ sagði Berglind létt. „En jú auðvitað bara frábært, en við hefðum átt að skora og ná að jafna. Svona er þetta stundum.“ Ísland mætir Austurríki næstkomandi þriðjudag ytra í öðrum vináttuleik í undirbúningi sínum fyrir Þjóðadeildina og Berglind segir að það sé mikilvægt próf fyrir verkefnið sem framundan er. „Það er bara að halda áfram eins og við erum búnar að vera að gera og gera betur en það. Klára færin og halda áfram að spila eins og við spilum vel og alltaf að gera betur en við gerðum seinast. Er það ekki best svoleiðis?“ sagði markaskorarinn Berglin Rós Ágústsdóttir að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
„Þetta var fínn leikur, en það hefði mátt gera betur. Það var margt sem var gott og annað sem var slæmt en við tökum þetta með okkur inn í næsta leik. Þetta var svona bæði og, jákvætt og neikvætt og við gerum bara betur næst,“ sagði Berglind í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér tvö álitleg færi á fyrstu mínútunum, en Finnar voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins eftir það. „Við byrjuðum vel og svo komust þær inn í þetta og svo náðum við tökunum aftur og mér fannst þetta bara svona fram og til baka. Þær voru kannski aðeins meira með boltann, en mér fannst við komast alveg vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Við áttum kannski að gera aðeins betur en mér fannst þetta svona fram og til baka og við hefðum kannski átt að gera aðeins betur.“ Berglind kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Finnar annað mark sitt þar sem hún sat eftir í baráttunni við Katariina Kosola. „Ég tek alveg fulla ábyrgð á því. Mér fannst ég eiga hafa átt að gera betur þar. Ég hefði átt að gera betur, en það er bara svona. Ég bara læri af þessum mistökum.“ Tveimur mínútum síðar bætti hún þó upp fyrir mistökin og skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. „Mér fannst það vega á móti eins og maður segir,“ sagði Berglind létt. „En jú auðvitað bara frábært, en við hefðum átt að skora og ná að jafna. Svona er þetta stundum.“ Ísland mætir Austurríki næstkomandi þriðjudag ytra í öðrum vináttuleik í undirbúningi sínum fyrir Þjóðadeildina og Berglind segir að það sé mikilvægt próf fyrir verkefnið sem framundan er. „Það er bara að halda áfram eins og við erum búnar að vera að gera og gera betur en það. Klára færin og halda áfram að spila eins og við spilum vel og alltaf að gera betur en við gerðum seinast. Er það ekki best svoleiðis?“ sagði markaskorarinn Berglin Rós Ágústsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57