Erlent

Fimm hundruð flýja vegna skógar­­elda á Kanarí­eyju

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Cumbre Vieja eldfjallið á La Palma gaus fyrir tveimur árum.
Cumbre Vieja eldfjallið á La Palma gaus fyrir tveimur árum. EPA

Meira en fimm hundruð manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda á Kanaríeyjunni La Palma.

Í frétt Reuters segir að eldarnir hafi kviknað snemma í nótt á ræktuðu landi á norðurhluta eyjunnar. Þegar hefur fjöldi fólks þurft að rýma heimili sín vegna þeirra. 

Hitabylgja stendur nú yfir í Evrópu. Hitatölur á Spáni, Grikklandi, Króatíu og Ítalíu hafa nú farið yfir fjörutíu gráður og hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í fimmtán borgum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×