Djokovic var að leita að sínum áttunda sigri á Wimbledon mótinu og sínum 24. risatitli. Serbinn hafði ekki tapað leik á Wimbledon frá árinu 2017 og sigur í dag hefði gert hann að sigursælasta tennisspilara allra tíma. Hann þarf þó að deila þeirri nafnbót með Serenu Williams í einhvern tíma í viðbót eftir tap dagsins.
Alcaraz, sem trónir á toppi heimslistans í tennis, þurfti að fara alla leið í oddasett til að klára viðureignina. Djokovic vann fyrsta settið 6-1, en Alcaraz næstu tvö 7-6 og 6-1. Sá serbneski vann þó fjórða settið 6-3 og tryggði sér um leið oddasett.
Þar reyndist Alcaraz þó sterkari og vann að lokum 6-4 og tryggði sér sinn annan sigur á risamóti á ferlinum og sinn fyrsta á Wimbledon. Áður hafði hann unnið Opna bandaríska risamótið á síðasta ári.