„Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2023 19:22 Ingunn Ása Mency Ingvadóttir syrgir ömmustelpuna sína, sem skotin var til bana í Detroit á fimmtudag. Vísir/ívar fannar Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Ingunn Ása Mency Ingvadóttir býr á Reykjanesi en bjó í fjörutíu ár í Bandaríkjunum með bandarískum eiginmanni sínum. Þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Esther Maríu, sem býr í Detroit. Það var svo síðasta fimmtudag, 13. júlí, sem hörmungarnar dundu yfir. Iyanna, dóttir Estherar og barnabarn Ingunnar, var skotin til bana í borginni, aðeins 23 ára. Viðtal við Ingunni sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Iyanna bjó um tíma á Íslandi með móður sinni sem barn en var alin upp í Bandaríkjunum. Ingunn segir að Iyanna hafi verið í bíl með vini sínum þegar skotið var á þau. Fjölskyldan telur að vinurinn hafi verið skotmark árásarmannanna en hann komst undan. „En það var búið að skjóta hana. Hún komst út úr bílnum, þetta var fyrir utan eitthvað hús, og konan í húsinu kom hlaupandi út og hringdi á lögreglu og sjúkralið. En Iyanna dó á lóðinni hjá þessari konu. Og konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó,“ segir Ingunn, bersýnilega harmi slegin yfir andláti ömmustelpunnar sinnar. Iyanna er lengst til vinstri á myndinni. Bróðir hennar stendur við hlið hennar og í miðið er Ingunn með eiginmann sinn sér á vinstri hönd. Esther, dóttir hjónanna og móðir Iyönnu, stendur lengst til hægri.úr einkasafni Snarbeygði inn á bílastæði og grét þegar hún fékk fréttirnar Ingunn segir árásarmennina enn ófundna, þau fjölskyldan viti lítið um framgang rannsóknar málsins. Fregnir af andláti Iyönnu hafi verið ólýsanlegt áfall. „Ég var að keyra, sem betur fer gat ég keyrt inn á bílaplan og sat bara þar og grét. Dóttir mín gat eiginlega ekki talað. Hún bara grét og grét og grét. En svona er þetta. Maður er ekki alveg búinn að ná því að þetta sé svona,“ segir Ingunn. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka.“ Ingunn fer út til Detroit ásamt eiginmanni sínum og annarri dóttur þeirra á morgun til að aðstoða Esther, móður Iyönu. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir hana til að standa straum af kostnaði við jarðarförina - og almennt til að hjálpa henni í sorginni. Esther starfar við hjúkrun en bakland hennar úti er lítið sem ekkert. „Hún fær „heila“ fimm daga borgaða. Svo er ekkert sem tekur við. Hún er einstæð móðir og þetta eru einu tekjurnar hennar. Það er enginn sem grípur þig í bandarísku þjóðfélagi.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ingunn Ása Mency Ingvadóttir býr á Reykjanesi en bjó í fjörutíu ár í Bandaríkjunum með bandarískum eiginmanni sínum. Þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Esther Maríu, sem býr í Detroit. Það var svo síðasta fimmtudag, 13. júlí, sem hörmungarnar dundu yfir. Iyanna, dóttir Estherar og barnabarn Ingunnar, var skotin til bana í borginni, aðeins 23 ára. Viðtal við Ingunni sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Iyanna bjó um tíma á Íslandi með móður sinni sem barn en var alin upp í Bandaríkjunum. Ingunn segir að Iyanna hafi verið í bíl með vini sínum þegar skotið var á þau. Fjölskyldan telur að vinurinn hafi verið skotmark árásarmannanna en hann komst undan. „En það var búið að skjóta hana. Hún komst út úr bílnum, þetta var fyrir utan eitthvað hús, og konan í húsinu kom hlaupandi út og hringdi á lögreglu og sjúkralið. En Iyanna dó á lóðinni hjá þessari konu. Og konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó,“ segir Ingunn, bersýnilega harmi slegin yfir andláti ömmustelpunnar sinnar. Iyanna er lengst til vinstri á myndinni. Bróðir hennar stendur við hlið hennar og í miðið er Ingunn með eiginmann sinn sér á vinstri hönd. Esther, dóttir hjónanna og móðir Iyönnu, stendur lengst til hægri.úr einkasafni Snarbeygði inn á bílastæði og grét þegar hún fékk fréttirnar Ingunn segir árásarmennina enn ófundna, þau fjölskyldan viti lítið um framgang rannsóknar málsins. Fregnir af andláti Iyönnu hafi verið ólýsanlegt áfall. „Ég var að keyra, sem betur fer gat ég keyrt inn á bílaplan og sat bara þar og grét. Dóttir mín gat eiginlega ekki talað. Hún bara grét og grét og grét. En svona er þetta. Maður er ekki alveg búinn að ná því að þetta sé svona,“ segir Ingunn. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka.“ Ingunn fer út til Detroit ásamt eiginmanni sínum og annarri dóttur þeirra á morgun til að aðstoða Esther, móður Iyönu. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir hana til að standa straum af kostnaði við jarðarförina - og almennt til að hjálpa henni í sorginni. Esther starfar við hjúkrun en bakland hennar úti er lítið sem ekkert. „Hún fær „heila“ fimm daga borgaða. Svo er ekkert sem tekur við. Hún er einstæð móðir og þetta eru einu tekjurnar hennar. Það er enginn sem grípur þig í bandarísku þjóðfélagi.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira