Erlent

Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mörg tonn af korni hafa voru föst í höfnum Svartahafs mánuðina áður en samningurinn, sem rennur út á morgun, var undirritaður.
Mörg tonn af korni hafa voru föst í höfnum Svartahafs mánuðina áður en samningurinn, sem rennur út á morgun, var undirritaður.

Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn.

Í júlí á síðasta ári undirrituðu fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna samning sem greiddi fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerði Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem sátu lengi föst í höfnum landsins eftir að Rússar hertóku þær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði samninginn þann mikilvægasta sem hann hafi gert hjá Sameinuðu þjóðunum.

Umræddur samningur rennur út á morgun, 17 júlí. Rússar hafa ekki samþykkt framlenginu samningins. Upphaflega átti að framlengja samninginn til 120 daga en maí á þessu ári samþykkti Rússland framlengingu til aðeins 60 daga.

Forsenda þess að Rússar samþykki framlengingu er að gengið verði að nánar tilteknum kröfum þeirra við útflutning á eigin korni og áburði. Vladímir Pútín Rússlandsforseti gaf í yfirlýsingu í skyn að Rússland muni ekki framlengja samninginn af þeirra hálfu. 

„Meginmarkmiði samningsins, að flytja korn til landa í neyð, þar á meðal á meginlandi Afríku, hefur ekki náðst,“ sagði Pútín í símtali við forseta Suður Afríku, Cyril Ramaphosa.

Recep Erdogan forseti Tyrklands, sem kom að samningagerðinni á síðasta ári, sagðist fyrir helgi vongóður um að samningar um útflutninginn næðust. 

Frétt BBC


Tengdar fréttir

Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru

Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku.

Skrifa undir samning um út­flutning korns frá Úkraínu

Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu  föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×