Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 06:51 Þessi mynd af Kerch-brúnni var tekinn í kjölfar árásarinnar í fyrra. AP Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. Dóttir parsins er sögð hafa verið með þeim í bílnum. Hún er sögð hafa slasast. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki greint frá því hvað nákvæmlega gerðist og segja aðeins að brúnni hafi verið lokað vegna „neyðartilviks“. Þau hafa þó viðurkennt að hluti vegarins sé ónýtur en segja engar skemmdir hafi orðið á undirstöðum brúarinnar. Ferjuferðir frá Kuban í Rússlandi og yfir til Krímskaga hafa einnig verið stöðvaðar tímabundið. Talsmaður hermálayfirvalda Úkraínu í Odessa birti mynd á Telegram sem virðist sýna hluta brúarinnar brotinn en ekki liggur fyrir hvort umrædd mynd er raunveruleg né hvort hún tengist atvikinu í morgun. Þá hefur þessu myndskeiði verið deilt á samfélagsmiðlum: As a result of an unexplained emergency that occurred around 3am local time, the illegal bridge to Crimea received significant damage. Russian sources report having heard two explosions with 15 minutes between them. The car route is blocked. Trains seem to still be able to pic.twitter.com/tZuH6TKTNB— Dmitri (@wartranslated) July 17, 2023 Brúin er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki Rússlands, ekki síst vegna þess hversu táknrænt það þykir fyrir herferð Vladimir Pútín Rússlandsforseta að endurheimta landsvæði sem honum þykja tilheyra Rússum. Ef um árás reynist að ræða er þetta í annað sinn sem ráðist er á brúna frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði viðurkenndu fyrr í þessum mánuði að hafa staðið að baki árás í október í fyrra, daginn eftir sjötugsafmæli Pútín, þar sem hluti brúarinnar var eyðilagður. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Dóttir parsins er sögð hafa verið með þeim í bílnum. Hún er sögð hafa slasast. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki greint frá því hvað nákvæmlega gerðist og segja aðeins að brúnni hafi verið lokað vegna „neyðartilviks“. Þau hafa þó viðurkennt að hluti vegarins sé ónýtur en segja engar skemmdir hafi orðið á undirstöðum brúarinnar. Ferjuferðir frá Kuban í Rússlandi og yfir til Krímskaga hafa einnig verið stöðvaðar tímabundið. Talsmaður hermálayfirvalda Úkraínu í Odessa birti mynd á Telegram sem virðist sýna hluta brúarinnar brotinn en ekki liggur fyrir hvort umrædd mynd er raunveruleg né hvort hún tengist atvikinu í morgun. Þá hefur þessu myndskeiði verið deilt á samfélagsmiðlum: As a result of an unexplained emergency that occurred around 3am local time, the illegal bridge to Crimea received significant damage. Russian sources report having heard two explosions with 15 minutes between them. The car route is blocked. Trains seem to still be able to pic.twitter.com/tZuH6TKTNB— Dmitri (@wartranslated) July 17, 2023 Brúin er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki Rússlands, ekki síst vegna þess hversu táknrænt það þykir fyrir herferð Vladimir Pútín Rússlandsforseta að endurheimta landsvæði sem honum þykja tilheyra Rússum. Ef um árás reynist að ræða er þetta í annað sinn sem ráðist er á brúna frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði viðurkenndu fyrr í þessum mánuði að hafa staðið að baki árás í október í fyrra, daginn eftir sjötugsafmæli Pútín, þar sem hluti brúarinnar var eyðilagður.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira