Fótbolti

Varð meistari en missti bæði móður sína og systur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn River Plate fagna því að titilinn er í höfn. Það vissi enginn hvaða hryllingur beið eins þeirra seinna um kvöldið.
Leikmenn River Plate fagna því að titilinn er í höfn. Það vissi enginn hvaða hryllingur beið eins þeirra seinna um kvöldið. Getty/Chris Brunskill

Argentínski knattspyrnumaðurinn Elías Gómez gleymir aldrei helginni sem er að baki en þar upplifði hann bæði gleði og mikla sorg.

@sportbladet

Gómez og félagar hans í River Plate urðu argentínskir meistarar eftir 3-1 sigur liðsins á Estudiantes.

Eftir leikinn fögnuðu leikmenn og fjölskyldur þeirra titlinum. Í lok kvöldsins voru móðir og systir Gómez samferða heim.

Þær komust hins vegar aldrei heim því bíll þeirra lenti undir stórum vörubíl á leiðinni til baka og létust þær báðar.

Móðir hans Zunilda var 66 ára gömul en systir hans Melani var 25 ára. Ökumaður vörubílsins var handtekinn grunaður um manndráp af gáleysi.

Félagið sendi Elías Gómez stuðningskveðju á samfélagsmiðlum.

„Við munum hugsa vel um Elías Gómez og deilum hans sársauka eftir hryllilegur fréttirnar af móður hans og systur. Við sendum þér allan okkar styrk Elías, allir hjá River standa með þér,“ sagði í yfirlýsingu á miðlum River Plate.

Elías Gómez er 29 ára vinstri bakvörður og kom til River Plate í fyrra en áður lék hann með Argentinos Juniors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×