Sett í bann eftir kynjapróf í fyrra en er með á HM kvenna í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2023 08:31 Barbra Banda er með fyrirliðbandið hjá Sambíu á þessu heimsmeistaramóti. Getty/Roland Krivec Leikmaður sem mátti ekki taka þátt í Afríkukeppninni í fyrra eftir að hafa ekki staðist kynjapróf hefur fengið grænt ljós hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu að taka þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem hefst í vikunni. Hin 23 ára gamla Barbra Banda sló í gegn með Sambíu á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þegar hún skoraði meðal annars þrennu í tveimur leikjum í röð. Hún var aftur á móti hvergi sjáanleg þegar Sambía mætti í Afríkukeppnina í fyrra. How footballer Barbra Banda overcame gender eligibility row ahead of playing in Women's World Cup 2023 https://t.co/YYbNzaB0hV— BBC News (World) (@BBCWorld) July 17, 2023 Allir leikmenn voru þá settir í kynjapróf og þar féll Banda þar sem hún var með of mikið magn af karlhormóninu testósterón. Án hennar tókst Sambíu liðnu engu að síður að tryggja sér bronsverðlaun. The Athletic fjallaði um málið og sagði Banda vera í hópi með Caster Semenya sem eru báðar konur með náttúrulega mikið magn af testósterón. Banda er nú markahæsti leikmaður kínversku deildarinnar með liði sínu Shanghai Shengli. Banda mætir til leiks í góðu formi en það sýndi hún meðal annars með því að skora tvö mörk í 3-2 sigri Sambíu á Þýskalandi fyrir nokkrum dögum. Banda skoraði sigurmarkið í þessum endurkomusigri. Zambia star Barbra Banda has been permitted to play at the Women's World CupShe was banned from the 2022 Africa Cup on Nations for failing gender tests. pic.twitter.com/5imvcWBuyl— The Instigator (@Am_Blujay) July 11, 2023 Þjóðverjar voru allt annað sen sáttir og töluðu margir um hina umdeildu Banda. Samkvæmt reglum FIFA eru það þátttökuþjóðirnar sjálfar sem kanna og votta það að leikmenn þeirra séu konur. Banda fær grænt ljós hjá knattspyrnusambandi Sambíu og þar með FIFA. Sambía er í riðli með Spáni, Japan og Kosta Ríka á HM og það verður mjög spennandi að sjá hvernig þessum þjóðum gengur að stoppa hina mögnuðu Barbra Banda. Zambia debuts at the FIFA Women s World cup this year.Captain Barbra Banda almost didn't make the team after being judged to have too high testosterone levels. But in the World Cup, each team can hold its own investigation. Now Zambia can rely on its strongest player. pic.twitter.com/YXT42FSkr7— BBC News Africa (@BBCAfrica) July 17, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fóru of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga Sjá meira
Hin 23 ára gamla Barbra Banda sló í gegn með Sambíu á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þegar hún skoraði meðal annars þrennu í tveimur leikjum í röð. Hún var aftur á móti hvergi sjáanleg þegar Sambía mætti í Afríkukeppnina í fyrra. How footballer Barbra Banda overcame gender eligibility row ahead of playing in Women's World Cup 2023 https://t.co/YYbNzaB0hV— BBC News (World) (@BBCWorld) July 17, 2023 Allir leikmenn voru þá settir í kynjapróf og þar féll Banda þar sem hún var með of mikið magn af karlhormóninu testósterón. Án hennar tókst Sambíu liðnu engu að síður að tryggja sér bronsverðlaun. The Athletic fjallaði um málið og sagði Banda vera í hópi með Caster Semenya sem eru báðar konur með náttúrulega mikið magn af testósterón. Banda er nú markahæsti leikmaður kínversku deildarinnar með liði sínu Shanghai Shengli. Banda mætir til leiks í góðu formi en það sýndi hún meðal annars með því að skora tvö mörk í 3-2 sigri Sambíu á Þýskalandi fyrir nokkrum dögum. Banda skoraði sigurmarkið í þessum endurkomusigri. Zambia star Barbra Banda has been permitted to play at the Women's World CupShe was banned from the 2022 Africa Cup on Nations for failing gender tests. pic.twitter.com/5imvcWBuyl— The Instigator (@Am_Blujay) July 11, 2023 Þjóðverjar voru allt annað sen sáttir og töluðu margir um hina umdeildu Banda. Samkvæmt reglum FIFA eru það þátttökuþjóðirnar sjálfar sem kanna og votta það að leikmenn þeirra séu konur. Banda fær grænt ljós hjá knattspyrnusambandi Sambíu og þar með FIFA. Sambía er í riðli með Spáni, Japan og Kosta Ríka á HM og það verður mjög spennandi að sjá hvernig þessum þjóðum gengur að stoppa hina mögnuðu Barbra Banda. Zambia debuts at the FIFA Women s World cup this year.Captain Barbra Banda almost didn't make the team after being judged to have too high testosterone levels. But in the World Cup, each team can hold its own investigation. Now Zambia can rely on its strongest player. pic.twitter.com/YXT42FSkr7— BBC News Africa (@BBCAfrica) July 17, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fóru of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga Sjá meira