Framleiðandi hreinsiefna tekur yfir lífdísilframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 18. júlí 2023 10:04 Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Gefnar, og Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, við unirritun kaupsamningsins. Gefn Gefn hefur fest kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu Orkey á Akureyri. Félagið var áður að fullu í eigu orkufyrirtækisins Norðurorku og hefur framleitt lífdísil og íblöndunarefni úr úrgangi frá árinu 2011, einkum notaðri steikingarolíu. Fram kemur í tilkynningu að kaupsamningur hafi verið undirritaður 29. júní síðastliðinn. Orkey var stofnuð árið 2007 og hefur framleiðsla félagsins meðal annars verið nýtt sem eldsneyti á fiskiskip og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegaklæðninga. Orkey hefur lengi tekið við notaðri steikingarolíu frá heimilum, veitingahúsum og mötuneytum, og hvarfað við metanól. Verksmiðja fyrirtækisins á Akureyri er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu. Gefn hefur þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri Gefnar er nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra kemur Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Vilja auka framleiðslu „Kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Ásgeir í tilkynningu. Að sögn stjórnenda Gefnar verður Orkey rekin með sama sniði og áður í fyrirsjáanlegri framtíð. Stefnt sé að því að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efnavöru og framleiðir fyrirtækið hreinsiefni undir vörumerkinu Grænni. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfi í dag teymi efnaverkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga en alls séu starfsmenn fjórir talsins. Eina tilboðið í fyrirtækið Norðurorka setti Orkey í söluferli í apríl síðastliðnum en fyrirtækið hefur verið í fullri eigu Norðurorku frá árinu 2020. Á vef félagsins segir að lífdílsframleiðsla sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Norðurorku og að rekstur Orkeyjar standi á kaflaskilum. „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og í aðra vinnslu. Stjórn Norðurorku taldi því að nú væri tímabært að hleypa öðrum, kraftmiklum aðilum að sem geta haldið áfram að þróa starfssemi Orkeyjar og auka veg fyrirtækisins.“ Eitt tilboð hafi borist sem Norðurorka samþykkti enda hafi það uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram. „Starfsfólk Gefnar hefur markverða þekkingu og reynslu af framleiðslu lífdísils sem og notkun hans. Gefn stefnir á áframhaldandi rekstur Orkeyjar á Akureyri og er það von Norðurorku og trú að Orkey dafni vel með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu Norðurorku. Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að kaupsamningur hafi verið undirritaður 29. júní síðastliðinn. Orkey var stofnuð árið 2007 og hefur framleiðsla félagsins meðal annars verið nýtt sem eldsneyti á fiskiskip og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegaklæðninga. Orkey hefur lengi tekið við notaðri steikingarolíu frá heimilum, veitingahúsum og mötuneytum, og hvarfað við metanól. Verksmiðja fyrirtækisins á Akureyri er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu. Gefn hefur þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri Gefnar er nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra kemur Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Vilja auka framleiðslu „Kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Ásgeir í tilkynningu. Að sögn stjórnenda Gefnar verður Orkey rekin með sama sniði og áður í fyrirsjáanlegri framtíð. Stefnt sé að því að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efnavöru og framleiðir fyrirtækið hreinsiefni undir vörumerkinu Grænni. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfi í dag teymi efnaverkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga en alls séu starfsmenn fjórir talsins. Eina tilboðið í fyrirtækið Norðurorka setti Orkey í söluferli í apríl síðastliðnum en fyrirtækið hefur verið í fullri eigu Norðurorku frá árinu 2020. Á vef félagsins segir að lífdílsframleiðsla sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Norðurorku og að rekstur Orkeyjar standi á kaflaskilum. „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og í aðra vinnslu. Stjórn Norðurorku taldi því að nú væri tímabært að hleypa öðrum, kraftmiklum aðilum að sem geta haldið áfram að þróa starfssemi Orkeyjar og auka veg fyrirtækisins.“ Eitt tilboð hafi borist sem Norðurorka samþykkti enda hafi það uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram. „Starfsfólk Gefnar hefur markverða þekkingu og reynslu af framleiðslu lífdísils sem og notkun hans. Gefn stefnir á áframhaldandi rekstur Orkeyjar á Akureyri og er það von Norðurorku og trú að Orkey dafni vel með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu Norðurorku.
Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent