ÍA datt í gullpottinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2023 09:00 Formaður Knattspyrnufélags ÍA segir að peningurinn sem félagið fær vegna kaupa Lille á Hákoni Arnari fari í að bæta innviði félagsins. Lille/ÍA Peningurinn sem ÍA fær í sinn vasa eftir að franska knattspyrnufélagið Lille borgaði í kringum tvo og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir Hákon Arnar Haraldsson fer í að byggja upp félagið og bæta leikmenn þess. Þetta staðfesti Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, í viðtali við Vísi. Hákon Arnar er uppalinn Skagamaður og þó hann hafi ekki náð að spila mikið með aðalliði félagsins þá ól hann manninn á Akranesi áður en haldið var í víking til Kaupmannahafnar. Þar blómstraði hann allsvakalega, varð tvívegis Danmerkurmeistari ásamt því að verða bikarmeistari og spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Umtalsverðar fjárhæðir“ Eftir magnaðar frammistöður með FC Kaupmannahöfn var hann seldur til Frakklands á upphæð sem er talin vera tæpir tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Vísir hefur heimildir fyrir því að ÍA fái tæp 20 prósent af þeirri upphæð eða um 500 milljónir íslenskra króna. Eggert gat þó ekki staðfest það en sagði þó að ÍA fengi „umtalsverðar fjárhæðir“ vegna sölunnar. „Hef ekki séð greiðsluflæðið á þessum samning enn en hafandi verið í kringum þetta þá veit ég að svona greiðslur koma oftast nær í nokkrum greiðslum. Kemur venjulega á tveggja til þriggja ára tímabili, jafnvel fjögurra.“ Fer í uppbyggingu félagsins „Við höfum gefið það út að markmiðið er að halda áfram að þróa ÍA sem félag. Við viljum bæta þjálfun, bæta innviði og aðstöðu. Munum því einblína á að bæta það. ÍA er ekki að fara kaupa leikmenn fyrir þennan pening.“ „Við viljum bæta þjálfun ungra drengja og stúlkna til framtíðar, það er það sem við viljum. Viljum byggja upp félagið og bæta okkar fólk.“ ÍA hefur undanfarin misseri gert vel í að selja leikmenn erlendis. Nýjasta dæmið er Daníel Ingi Jóhannesson en hann samdi við FC Nordsjælland og mun því búa í sömu borg og eldri bróðir sinn, Ísak Bergmann, sem spilar með FCK. Fari svo að Daníel Ingi blómstri erlendis og verði seldur áfram þá mun ÍA einnig hagnast ágætlega á þeirri sölu. „Við höfum gert það við nánast alla leikmennina sem við seldum erlendis, höfum verið að semja um hluta af áframhaldandi sölu. Um leið og við eigum sögu um leikmenn sem hafa náð árangri þá hjálpar það öllu, bæði söluna sjálfa og svo áframsöluna.“ Eggert nefndi til að mynda Arnór Sigurðsson sem samdi nýverið við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Einnig má nefna Stefán Teit Þórðarson sem leikur með Silkeborg í Danmörku og Bjarka Stein Bjarkason sem ÍA fékk frá Aftureldingu og seldi til Ítalíu. „Akranes er frábær staður til að taka næsta skref. Okkur langar að búa til framúrskarandi umgjörð og aðstöðu,“ sagði Eggert að endingu og ljóst er að Hákons-peningurinn aðstoðar við það. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Hákon Arnar er uppalinn Skagamaður og þó hann hafi ekki náð að spila mikið með aðalliði félagsins þá ól hann manninn á Akranesi áður en haldið var í víking til Kaupmannahafnar. Þar blómstraði hann allsvakalega, varð tvívegis Danmerkurmeistari ásamt því að verða bikarmeistari og spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Umtalsverðar fjárhæðir“ Eftir magnaðar frammistöður með FC Kaupmannahöfn var hann seldur til Frakklands á upphæð sem er talin vera tæpir tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Vísir hefur heimildir fyrir því að ÍA fái tæp 20 prósent af þeirri upphæð eða um 500 milljónir íslenskra króna. Eggert gat þó ekki staðfest það en sagði þó að ÍA fengi „umtalsverðar fjárhæðir“ vegna sölunnar. „Hef ekki séð greiðsluflæðið á þessum samning enn en hafandi verið í kringum þetta þá veit ég að svona greiðslur koma oftast nær í nokkrum greiðslum. Kemur venjulega á tveggja til þriggja ára tímabili, jafnvel fjögurra.“ Fer í uppbyggingu félagsins „Við höfum gefið það út að markmiðið er að halda áfram að þróa ÍA sem félag. Við viljum bæta þjálfun, bæta innviði og aðstöðu. Munum því einblína á að bæta það. ÍA er ekki að fara kaupa leikmenn fyrir þennan pening.“ „Við viljum bæta þjálfun ungra drengja og stúlkna til framtíðar, það er það sem við viljum. Viljum byggja upp félagið og bæta okkar fólk.“ ÍA hefur undanfarin misseri gert vel í að selja leikmenn erlendis. Nýjasta dæmið er Daníel Ingi Jóhannesson en hann samdi við FC Nordsjælland og mun því búa í sömu borg og eldri bróðir sinn, Ísak Bergmann, sem spilar með FCK. Fari svo að Daníel Ingi blómstri erlendis og verði seldur áfram þá mun ÍA einnig hagnast ágætlega á þeirri sölu. „Við höfum gert það við nánast alla leikmennina sem við seldum erlendis, höfum verið að semja um hluta af áframhaldandi sölu. Um leið og við eigum sögu um leikmenn sem hafa náð árangri þá hjálpar það öllu, bæði söluna sjálfa og svo áframsöluna.“ Eggert nefndi til að mynda Arnór Sigurðsson sem samdi nýverið við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Einnig má nefna Stefán Teit Þórðarson sem leikur með Silkeborg í Danmörku og Bjarka Stein Bjarkason sem ÍA fékk frá Aftureldingu og seldi til Ítalíu. „Akranes er frábær staður til að taka næsta skref. Okkur langar að búa til framúrskarandi umgjörð og aðstöðu,“ sagði Eggert að endingu og ljóst er að Hákons-peningurinn aðstoðar við það.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti