„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 08:21 Frá Odessa í gær. Mörgum eldflaugm var skotið að borginni í nótt og tiltölulega fáar þeirra voru skotnar niður. AP Photo/Jae C. Hong Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. Úkraínumenn segja að 63 eldflaugar, stýriflaugar og sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar en 37 eldflaugar og drónar voru skotnar niður. Það er töluvert minna en Úkraínumenn hafa verið að skjóta niður að undanförnu Flugher Úkraínu segir að þrettán af sextán Kalibr stýriflaugar hafi verið skotnar niður við Odessa. Þá hafi 23 af 32 sjálfsprengidrónum verið skotnir niður og ein stýriflaug af gerðinni Kh-59. AP fréttaveitan hefur einnig eftir Úkraínumönnum að átta Kh-22 eldflaugum hafi einnig verið skotið að borginni og sex Oniks stýriflaugum hafi verið miðað að innviðum í og við Odessa. Talsmaður hernaðaryfirvalda í Odessa sagði árásina í nótt hafa verið djöfullega. „Þeir eru að reyna að hræða allan heiminn. Sérstaklega þá sem vilja halda kornsamkomulaginu áfram. Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði talsmaðurinn sem heitir Serhiy Bratchuk, samkvæmt frétt Reuters. Hann hét því einnig að íbúar Odessa myndu ekki láta hræða sig. Embættismenn í Úkraínu segja Shahed sjálfsprengidrónum frá Íran einnig hafa verið flogið að Kænugarði en þeir hafi allir verið skotnir niður. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á mánudaginn að þeir ætluðu ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja korn út frá Odessa, og hafa heitið hefndum fyrir árás Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Sjá einnig: Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Umfangsmikill eldur kviknaði í Kirovske á Krímskaga í nótt og hafa rúmlega 2.200 manns þurft að flýja heimili sín vegna hans. Eldurinn kviknaði eftir árás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir Rússa en Úkraínumenn eru sagðir hafa hæft vopnageymslu. Mikill reykur hefur borist frá svæðinu og fleiri sprengingar hafa heyrst eftir að eldurinn kviknaði. Last night, a major incident occurred at an ammo stockpile in temporarily occupied Crimea. The resulting fire caused the closure of a section of an adjacent Tavrida highway and the evacuation of nearby villages. Explosions at the stockpile appear to still be going off hours pic.twitter.com/J5UCBAkw8d— Dmitri (@wartranslated) July 19, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Úkraínumenn segja að 63 eldflaugar, stýriflaugar og sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar en 37 eldflaugar og drónar voru skotnar niður. Það er töluvert minna en Úkraínumenn hafa verið að skjóta niður að undanförnu Flugher Úkraínu segir að þrettán af sextán Kalibr stýriflaugar hafi verið skotnar niður við Odessa. Þá hafi 23 af 32 sjálfsprengidrónum verið skotnir niður og ein stýriflaug af gerðinni Kh-59. AP fréttaveitan hefur einnig eftir Úkraínumönnum að átta Kh-22 eldflaugum hafi einnig verið skotið að borginni og sex Oniks stýriflaugum hafi verið miðað að innviðum í og við Odessa. Talsmaður hernaðaryfirvalda í Odessa sagði árásina í nótt hafa verið djöfullega. „Þeir eru að reyna að hræða allan heiminn. Sérstaklega þá sem vilja halda kornsamkomulaginu áfram. Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði talsmaðurinn sem heitir Serhiy Bratchuk, samkvæmt frétt Reuters. Hann hét því einnig að íbúar Odessa myndu ekki láta hræða sig. Embættismenn í Úkraínu segja Shahed sjálfsprengidrónum frá Íran einnig hafa verið flogið að Kænugarði en þeir hafi allir verið skotnir niður. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á mánudaginn að þeir ætluðu ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja korn út frá Odessa, og hafa heitið hefndum fyrir árás Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Sjá einnig: Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Umfangsmikill eldur kviknaði í Kirovske á Krímskaga í nótt og hafa rúmlega 2.200 manns þurft að flýja heimili sín vegna hans. Eldurinn kviknaði eftir árás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir Rússa en Úkraínumenn eru sagðir hafa hæft vopnageymslu. Mikill reykur hefur borist frá svæðinu og fleiri sprengingar hafa heyrst eftir að eldurinn kviknaði. Last night, a major incident occurred at an ammo stockpile in temporarily occupied Crimea. The resulting fire caused the closure of a section of an adjacent Tavrida highway and the evacuation of nearby villages. Explosions at the stockpile appear to still be going off hours pic.twitter.com/J5UCBAkw8d— Dmitri (@wartranslated) July 19, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03