Um er að ræða tveggja hæða einbýlishús við Dýjagötu 12 í Urriðaholti í Garðabæ sem er teiknað af Skala arkitektum og Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt.
Fimm svefnherbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi. Á efri hæðinni er um 100 fermetra alrými með sérsmíðuðu eldhúsi, borðstofu og stofu. Í rýminu eru þriggja metra háir gluggar svo útsýnið njóti sín sem best.
Þá er útgengt úr alrýminu á 80 fermetra svalir. Á neðri hæð hússins er 70 fermetra full búin íbúð með sér inngangi.
Eigendur hússins eru þeir Þorsteinn Máni Bessason, Innkaupastjóri Origo, og Tómas R. Jónasson lögmaður.



