Lögreglan lýsti eftir manninum í júní vegna beiðni um afhendingu á honum til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökutilskipunar. Þá sagði í tilkynningu að maðurinn væri ekki talinn hættulegur.
Maðurinn hefur nú gefið sig fram. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi og verður samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni afhentur pólskum yfirvöldum.
Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð.