Newcastle tilkynnir Barnes, Silva neitar Al-Ahli og kaupir Jiménez á meðan Zaha fer til Tyrklands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 16:31 Marco Silva og Mitrović sem er mögulega á leið frá Fulham. James Williamson/Getty Images Að venju er nóg um að vera á félagaskiptamarkaðnum í Evrópuknattspyrnunni. Newcastle United hefur tilkynnt komu Harvey Barnes á meðan Fulham virðist ætla að ná að halda í þjálfara sinn ásamt því að næla í nýjan framherjann. Hinn 25 ára gamli Barnes hefur verið orðaður við undanfarnar vikur og fyrir stuttu var svo gott sem opinberað að hann myndi ganga í raðir Newcastle. Nú hefur félagið staðfest það en Eddie Howe er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem Newcastle spilar í Meistaradeild Evrópu. We are delighted to announce the signing of Harvey Barnes from Leicester City on a five-year deal.Welcome to Newcastle United, @harveybarnes97! — Newcastle United FC (@NUFC) July 23, 2023 Barnes kemur frá Leicester City þar sem hann spilaði 187 leiki, skoraði 45 mörk og gaf 32 stoðsendingar. Hann skrifar undir fimm ára samning og kostar Newcastle um 38 milljónir punda, rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Fulham hefur staðið í ströngu undanfarið en serbneski framherjinn Aleksandar Mitrović er brjálaður yfir því að fá ekki að fara til Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Marco Silva, þjálfari liðsins, neitað gylliboði frá Sádunum til þess að vera áfram í Lundúnum. Í dag greindi The Athletic svo frá því að mexíkóski framherjinn Raul Jiménez væri á leið til Fulham frá Úlfunum á litlar 5.5 milljónir punda, 933 milljónir íslenskra króna. Hinn 32 ára gamli Jiménez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann brákaði á sér höfuðkúpuna undir lok árs 2020. Hann var lengi frá keppni vegna þessa en Fulham vonast til þess að það sé allt að baki og Jiménez geti mögulega fyllt skarð Mitrović sem virðist á leið frá félaginu. Fulham have agreed a £5.5million fee plus add-ons for Wolves striker Raul Jimenez.More from @peterrutzler & @SteveMadeley78https://t.co/WG3gZyjWfu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Þá stefnir í að hinn þrítugi Wilfred Zaha sé loks á förum frá Crystal Palace. Hann hefur spilað með liðinu nærri allan sinn feril ef frá er talið stutt stopp hjá Manchester United og Cardiff City. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en virðist á leið til Galatasaray í Tyrklandi á frjálsri sölu. Um er að ræða mikið áfall fyrir Palace en Zaha hefur verið þeirra langbesti maður undanfarin átta ár eða svo. Galatasaray are close to an agreement with Wilfried Zaha to sign the winger as a free agent.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus hefur ákveðið að lána brasilíska miðjumanninn Arthur Melo annað tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð fór hann til Liverpool á láni en spilaði aðeins 76 mínútur fyrir aðallið félagsins vegna meiðsla. Hann hefur nú verið lánaður til Fiorentina sem getur keypt hinn 26 ára gamla Brasilíumann að láninu loknu. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Sádiarabíski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Barnes hefur verið orðaður við undanfarnar vikur og fyrir stuttu var svo gott sem opinberað að hann myndi ganga í raðir Newcastle. Nú hefur félagið staðfest það en Eddie Howe er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem Newcastle spilar í Meistaradeild Evrópu. We are delighted to announce the signing of Harvey Barnes from Leicester City on a five-year deal.Welcome to Newcastle United, @harveybarnes97! — Newcastle United FC (@NUFC) July 23, 2023 Barnes kemur frá Leicester City þar sem hann spilaði 187 leiki, skoraði 45 mörk og gaf 32 stoðsendingar. Hann skrifar undir fimm ára samning og kostar Newcastle um 38 milljónir punda, rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Fulham hefur staðið í ströngu undanfarið en serbneski framherjinn Aleksandar Mitrović er brjálaður yfir því að fá ekki að fara til Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Marco Silva, þjálfari liðsins, neitað gylliboði frá Sádunum til þess að vera áfram í Lundúnum. Í dag greindi The Athletic svo frá því að mexíkóski framherjinn Raul Jiménez væri á leið til Fulham frá Úlfunum á litlar 5.5 milljónir punda, 933 milljónir íslenskra króna. Hinn 32 ára gamli Jiménez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann brákaði á sér höfuðkúpuna undir lok árs 2020. Hann var lengi frá keppni vegna þessa en Fulham vonast til þess að það sé allt að baki og Jiménez geti mögulega fyllt skarð Mitrović sem virðist á leið frá félaginu. Fulham have agreed a £5.5million fee plus add-ons for Wolves striker Raul Jimenez.More from @peterrutzler & @SteveMadeley78https://t.co/WG3gZyjWfu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Þá stefnir í að hinn þrítugi Wilfred Zaha sé loks á förum frá Crystal Palace. Hann hefur spilað með liðinu nærri allan sinn feril ef frá er talið stutt stopp hjá Manchester United og Cardiff City. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en virðist á leið til Galatasaray í Tyrklandi á frjálsri sölu. Um er að ræða mikið áfall fyrir Palace en Zaha hefur verið þeirra langbesti maður undanfarin átta ár eða svo. Galatasaray are close to an agreement with Wilfried Zaha to sign the winger as a free agent.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus hefur ákveðið að lána brasilíska miðjumanninn Arthur Melo annað tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð fór hann til Liverpool á láni en spilaði aðeins 76 mínútur fyrir aðallið félagsins vegna meiðsla. Hann hefur nú verið lánaður til Fiorentina sem getur keypt hinn 26 ára gamla Brasilíumann að láninu loknu.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Sádiarabíski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti