Sport

Sjáðu myndbandið: FIBA kynnir ótrúlegan LED-völl

Andri Már Eggertsson skrifar
Það verður gaman að fylgjast með þessari nýjung á körfuboltavelli
Það verður gaman að fylgjast með þessari nýjung á körfuboltavelli FIBA basketball

Alþjóða körfuboltasambandið, FIBA, frumsýndi nýja tegund af körfuboltavelli á heimsmeistaramóti kvenna U19-ára. Völlurinn er töluvert frábrugðin hefðbundnum velli en það eru ljós á parketinu sem breytast í takt við leikinn.

Ný tegund af körfuboltavelli var kynnt í átta liða úrslitum á heimsmeistaramóti kvenna U19-ára. Um er að ræða LED körfuboltavöll sem er ansi litríkur og tekur breytingum miðað við gang leiksins. Völlurinn er löglegur í öllum keppnum.

 

Möguleikarnir á þessum nýja myndbands-velli eru margir og skemmtilegir. Á parketinu er meðal annars hægt að birta tölfræði og afrek leikmanna sem eru að spila á vellinum. Einnig er hægt að nýta tæknina til þess að birta auglýsingar.

Fyrir átta árum síðan fór NBA-deildin að nota 3D tækni á parketinu fyrir leikmannakynningar og skemmtiatriði. Þessi nýjung er töluvert frábrugðin þeirri tækni og er talið tímaspursmál hvenær NBA-deildin muni taka upp þessa tækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×