Viðræður við Norður-Kóreu hafnar Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 13:38 Travis King var handsamaður þegar hann hljóp yfir landamærin til Norður-Kóreu á þriðjudaginn í síðustu viku og hefur ekkert frést af honum síðan þá. AP/Ahn Young-joon Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið. Travis King hljóp yfir landamærin á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá átti að flytja hann til Bandaríkjanna til að ávíta hann, eftir að hann lenti í áflogum við lögregluþjóna í Suður-Kóreu. Honum tókst að flýja á flugvellinum og kom sér í skoðunarferð um þorpið Panmunjom á sameiginlega öryggissvæðinu svokallaða við landamærin. Þar hljóp hann viljandi yfir landamærin og var handsamaður af hermönnum. Síðan þá hefur ekkert frést af honum og yfirvöld í Norður-Kóreu hafa neitað að svara fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna, sem fara með stjórn öryggissvæðisins. Þá hafa ríkismiðlar einræðisríkisins ekkert sagt um hermanninn. AP fréttaveitan hefur eftir breska herforingjanum Andrew Harrison, sem er næstráðandi á öryggissvæðinu, að sambandi hafi náðst við Norður-Kóreumenn og að áhersla á lögð á að fá upplýsingar um King. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig fyrir utan það að segja að hann væri vongóður fyrir viðræðurnar. Afar sjaldgæft er að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir en þær hafa verið stöðvaðar í bili. Mikil spenna er á Kóreuskaga, eins og hefur verið lengi. Undanfarna daga hefur tveimur bandarískum kafbátum verið siglt til hafnar í Suður-Kóreu og nokkrum eldflaugum hefur verið skotið frá Norður-Kóreu, en það er í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31 Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Travis King hljóp yfir landamærin á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá átti að flytja hann til Bandaríkjanna til að ávíta hann, eftir að hann lenti í áflogum við lögregluþjóna í Suður-Kóreu. Honum tókst að flýja á flugvellinum og kom sér í skoðunarferð um þorpið Panmunjom á sameiginlega öryggissvæðinu svokallaða við landamærin. Þar hljóp hann viljandi yfir landamærin og var handsamaður af hermönnum. Síðan þá hefur ekkert frést af honum og yfirvöld í Norður-Kóreu hafa neitað að svara fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna, sem fara með stjórn öryggissvæðisins. Þá hafa ríkismiðlar einræðisríkisins ekkert sagt um hermanninn. AP fréttaveitan hefur eftir breska herforingjanum Andrew Harrison, sem er næstráðandi á öryggissvæðinu, að sambandi hafi náðst við Norður-Kóreumenn og að áhersla á lögð á að fá upplýsingar um King. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig fyrir utan það að segja að hann væri vongóður fyrir viðræðurnar. Afar sjaldgæft er að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir en þær hafa verið stöðvaðar í bili. Mikil spenna er á Kóreuskaga, eins og hefur verið lengi. Undanfarna daga hefur tveimur bandarískum kafbátum verið siglt til hafnar í Suður-Kóreu og nokkrum eldflaugum hefur verið skotið frá Norður-Kóreu, en það er í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31 Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31
Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51