Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2023 19:40 Skógareldarnir á Rhodes eru algerlega stjórnlausir og langt í frá að menn nái tökum á þeim. AP/Argyris Mantikos Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. Tæplega 20 þúsund ferðamenn voru fluttir til á Rhodos í gær og í dag reyna tugir þúsunda að komast burt frá eyjunni og til síns heima.AP/Argyris Mantikos Skógareldar loga nú á rúmlega 80 stöðum í Grikklandi og af þeim kviknuðu eldar á 64 stöðum um helgina. Eldar loga skammt frá byggð á Corfu og Rhodes sem kviknuðu vegna mikils hita á svæðinu en í dag mældist hitinn á Rhodes 38 gráður. Fólk hefur verið flutt frá báðum eyjunum. Yannis Artopoios talsmaður Slökkviliðsins í Grikklandi segir að um 19 þúsund manns, aðallega ferðamenn, hafi verið fluttir til á Rhodes eyju um helgina eftir að eldarnir nálguðust strandsvæði. „Þetta er stærsta verkefni við að flytja íbúa og ferðamenn sem hefur nokkru sinni verið ráðist í í þessu landi," segir Artopoios. Sumarparadísin Rhodes hefur breyst í brennandi helvíti. Ferðamenn hafa nú fluið strandirnar vegna skógareldanna. Veður er mjög óhagstætt næstu daga. Áframhaldandi mikill hiti og vindur.AP/Rhodes.Rodos Vindasamt hefur verið á svæðinu þannig að eldarnir ná að breiða hratt úr sér. Evrópusambandið og fjölmörg ríki hafa sent tæki og mannskap til aðstoðar Grikkjum. Þeirra á meðal Slóvakar, Króatar, Frakkar og Tyrkir. Tyrkir hafa meðal annars sent flugvélar og þyrlur sem geta varpað vatni á eldana. Í dag bættist síðan við liðsauki frá Rúmeníu sem sendi slökkvilið og fjölda slökkvibíla og til Rhodes. Algert öngþveiti ríkir á flugvellinum á Rhodes þar sem fjöldi ferðamanna reynir að komast heim til sín. Bretar hafa komið á eins konar loftbrú til að flytja sína þegna heim frá Rhodes. Rishi Sunak forsætisráðherra segir fulltrúa utanríkisráðuneytisins hafa verið senda til Rhodes til að skipulegga flutningana. „Mikilvægast er að fólk sé í sambandi við ferðaskrifstofur sínar. Það eru margar flugferðir til að flytja fólk heim og fólk fær nauðsynlegar upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum," sagði Sunak í dag. Gróðureldar í Grikklandi Veður Grikkland Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira
Tæplega 20 þúsund ferðamenn voru fluttir til á Rhodos í gær og í dag reyna tugir þúsunda að komast burt frá eyjunni og til síns heima.AP/Argyris Mantikos Skógareldar loga nú á rúmlega 80 stöðum í Grikklandi og af þeim kviknuðu eldar á 64 stöðum um helgina. Eldar loga skammt frá byggð á Corfu og Rhodes sem kviknuðu vegna mikils hita á svæðinu en í dag mældist hitinn á Rhodes 38 gráður. Fólk hefur verið flutt frá báðum eyjunum. Yannis Artopoios talsmaður Slökkviliðsins í Grikklandi segir að um 19 þúsund manns, aðallega ferðamenn, hafi verið fluttir til á Rhodes eyju um helgina eftir að eldarnir nálguðust strandsvæði. „Þetta er stærsta verkefni við að flytja íbúa og ferðamenn sem hefur nokkru sinni verið ráðist í í þessu landi," segir Artopoios. Sumarparadísin Rhodes hefur breyst í brennandi helvíti. Ferðamenn hafa nú fluið strandirnar vegna skógareldanna. Veður er mjög óhagstætt næstu daga. Áframhaldandi mikill hiti og vindur.AP/Rhodes.Rodos Vindasamt hefur verið á svæðinu þannig að eldarnir ná að breiða hratt úr sér. Evrópusambandið og fjölmörg ríki hafa sent tæki og mannskap til aðstoðar Grikkjum. Þeirra á meðal Slóvakar, Króatar, Frakkar og Tyrkir. Tyrkir hafa meðal annars sent flugvélar og þyrlur sem geta varpað vatni á eldana. Í dag bættist síðan við liðsauki frá Rúmeníu sem sendi slökkvilið og fjölda slökkvibíla og til Rhodes. Algert öngþveiti ríkir á flugvellinum á Rhodes þar sem fjöldi ferðamanna reynir að komast heim til sín. Bretar hafa komið á eins konar loftbrú til að flytja sína þegna heim frá Rhodes. Rishi Sunak forsætisráðherra segir fulltrúa utanríkisráðuneytisins hafa verið senda til Rhodes til að skipulegga flutningana. „Mikilvægast er að fólk sé í sambandi við ferðaskrifstofur sínar. Það eru margar flugferðir til að flytja fólk heim og fólk fær nauðsynlegar upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum," sagði Sunak í dag.
Gróðureldar í Grikklandi Veður Grikkland Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira
Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54
Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47