Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 22:31 Jason Daði skoraði fyrra mark Breiðabliks í 2-1 sigri á Shamrock Rovers í síðustu umferð Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Diego „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi samtals 3-1 í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Þetta er gott lið með góða leikmenn, stór klúbbur með mikla sögu þannig það gerist ekki mikið stærra en þessir leikir,“ sagði Jason Daði um mótherja morgundagsins. Jason Daði og Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK og sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar - þjálfara Blika, þekkjast ágætlega. Þá er Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sömuleiðis leikmaður danska stórliðsins. „Það verður gaman að mæta þeim. Erum fínustu félagar en ég hef ekkert heyrt í honum (Orra) en hann er örugglega bara spenntur fyrir því.“ Um leik morgundagsins „Við nálgumst þetta eins og við gerum flesta leiki. Vídeófundur og svo undirbúa menn sig eins og þeir gera alltaf, það þýðir ekkert annað.“ „Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá eins og við reynum að gera í hverjum einasta leik, það verður bara að vera markmiðið líka.“ „Held það hjálpi okkur klárlega að spila á heimavelli, á gervigrasi sem þeir eru kannski ekki vanir að spila á. Verðum að nýta okkur það. Það verður gaman að hafa fulla stúku og alvöru stuðning,“ sagði Jason Daði að endingu. Klippa: Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi samtals 3-1 í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Þetta er gott lið með góða leikmenn, stór klúbbur með mikla sögu þannig það gerist ekki mikið stærra en þessir leikir,“ sagði Jason Daði um mótherja morgundagsins. Jason Daði og Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK og sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar - þjálfara Blika, þekkjast ágætlega. Þá er Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sömuleiðis leikmaður danska stórliðsins. „Það verður gaman að mæta þeim. Erum fínustu félagar en ég hef ekkert heyrt í honum (Orra) en hann er örugglega bara spenntur fyrir því.“ Um leik morgundagsins „Við nálgumst þetta eins og við gerum flesta leiki. Vídeófundur og svo undirbúa menn sig eins og þeir gera alltaf, það þýðir ekkert annað.“ „Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá eins og við reynum að gera í hverjum einasta leik, það verður bara að vera markmiðið líka.“ „Held það hjálpi okkur klárlega að spila á heimavelli, á gervigrasi sem þeir eru kannski ekki vanir að spila á. Verðum að nýta okkur það. Það verður gaman að hafa fulla stúku og alvöru stuðning,“ sagði Jason Daði að endingu. Klippa: Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00