Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2023 20:30 Knútur Ármann og Helena, eigendur Friðheima í Bláskógabyggð, sem eru alsæl með ferðasumarið 2023 og nýju Vínstofuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Friðheimar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins enda við Gullna hringinn. Á síðasta ári komu þangað um 280 þúsund ferðamenn og það met verður örugglega slegið í ár. 15% gesta eru Íslendingar. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar, sem gestir fá að smakka og svo er tómatsúpa veitingastaðarins með brauði, sem slær alltaf í gegn. 80 starfsmenn vinna í Friðheimum. Friðheimar er mjög vinsæll ferðamannastaður í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera met sumar og búin að vera ótrúleg veðurblíða núna í júlí, þannig að hér er búið að vera mikið líf og mikið fjör. Við erum bara orðin þannig að við erum fullbókuð frá miðjum febrúar og fram í miðjan nóvember og það er bara mjög þægilegt því það er gott að vinna út frá því,” segir Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima. „Já, eða þannig séð, það þarf bara að bóka með góðum fyrirvara,” segir Knútur. Það er meira og minna allt fullt af ferðamönnum í Friðheimum alla daga vikunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný og glæsileg Vínstofa Friðheimafjölskyldan opnaði nýlega Vínstofu, nýjan og glæsilegan veitingastað inn í elsta gróðurhúsinu, sem var byggt 1976. Þar eru líka þrjú fundarherbergi, svið, glæsileg bókahilla og 50 ára gömul vínberjaplanta og veitingar og drykkir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er þyngsti bar landsins, ég fullyrði það, um 10 tonn úr grjóti hérna í sveitinni,“ segir Knútur stoltur af nýja barnum og Vínstofunni. Nýja Vínstofan hefur heldur betur slegið í gegn í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er sumarið ekki búið að vera algjör klikkun? „Nei, nei, það fer bara vel af stað, það er bara virkilega gaman. Ef það væri ekki mikið að gera núna, þá veit ég ekki hvenær ætti að vera mikið að gera,” segir Helena Hermundardóttir, eigandi Friðheima hlægjandi. „Það gengur rosalega vel hjá okkur því það er búið að vera alveg óstöðvandi traffík hjá okkur frá því að við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og skemmtilegast er hvað það er búið að koma mikið af fólki úr sveitinni. Sérstaklega úr bústöðum, frá tjaldsvæðinu í Reykholti og hótelinu hérna, sem er bara rétt handan við hornið,” segir Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar. „Við höfum oft komið hérna og nýja Vínstofan er frábær viðbót hér,” segir Björn Víglundsson gestur í Friðheimum. Björn Víglundsson gestur í Friðheimum, sem er yfir sig hrifin af nýju Vínstofunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur hérna finnst þetta algjörlega frábært og munum koma hingað oft aftur. Ég verð hér næstu daga á nýja barnum”, segir Helga Árnadóttir, skellihlæjandi gestur í Friðheimum. Helga Árnadóttir, gestur í Friðheimum segir nýja Vínstofuna algjörlega frábæra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar, ásamt kærustu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Friðheimar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins enda við Gullna hringinn. Á síðasta ári komu þangað um 280 þúsund ferðamenn og það met verður örugglega slegið í ár. 15% gesta eru Íslendingar. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar, sem gestir fá að smakka og svo er tómatsúpa veitingastaðarins með brauði, sem slær alltaf í gegn. 80 starfsmenn vinna í Friðheimum. Friðheimar er mjög vinsæll ferðamannastaður í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera met sumar og búin að vera ótrúleg veðurblíða núna í júlí, þannig að hér er búið að vera mikið líf og mikið fjör. Við erum bara orðin þannig að við erum fullbókuð frá miðjum febrúar og fram í miðjan nóvember og það er bara mjög þægilegt því það er gott að vinna út frá því,” segir Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima. „Já, eða þannig séð, það þarf bara að bóka með góðum fyrirvara,” segir Knútur. Það er meira og minna allt fullt af ferðamönnum í Friðheimum alla daga vikunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný og glæsileg Vínstofa Friðheimafjölskyldan opnaði nýlega Vínstofu, nýjan og glæsilegan veitingastað inn í elsta gróðurhúsinu, sem var byggt 1976. Þar eru líka þrjú fundarherbergi, svið, glæsileg bókahilla og 50 ára gömul vínberjaplanta og veitingar og drykkir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er þyngsti bar landsins, ég fullyrði það, um 10 tonn úr grjóti hérna í sveitinni,“ segir Knútur stoltur af nýja barnum og Vínstofunni. Nýja Vínstofan hefur heldur betur slegið í gegn í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er sumarið ekki búið að vera algjör klikkun? „Nei, nei, það fer bara vel af stað, það er bara virkilega gaman. Ef það væri ekki mikið að gera núna, þá veit ég ekki hvenær ætti að vera mikið að gera,” segir Helena Hermundardóttir, eigandi Friðheima hlægjandi. „Það gengur rosalega vel hjá okkur því það er búið að vera alveg óstöðvandi traffík hjá okkur frá því að við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og skemmtilegast er hvað það er búið að koma mikið af fólki úr sveitinni. Sérstaklega úr bústöðum, frá tjaldsvæðinu í Reykholti og hótelinu hérna, sem er bara rétt handan við hornið,” segir Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar. „Við höfum oft komið hérna og nýja Vínstofan er frábær viðbót hér,” segir Björn Víglundsson gestur í Friðheimum. Björn Víglundsson gestur í Friðheimum, sem er yfir sig hrifin af nýju Vínstofunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur hérna finnst þetta algjörlega frábært og munum koma hingað oft aftur. Ég verð hér næstu daga á nýja barnum”, segir Helga Árnadóttir, skellihlæjandi gestur í Friðheimum. Helga Árnadóttir, gestur í Friðheimum segir nýja Vínstofuna algjörlega frábæra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar, ásamt kærustu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira