Erlent

Ríkis­sjóður Ís­lands ekki lengur með hæstu vaxta­greiðslurnar

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Fjármálin hafa gengið brösuglega í Bretlandi undanfarin misseri og Rishi Sunak forsætisráðherra ekki tekist að snúa þróuninni við.
Fjármálin hafa gengið brösuglega í Bretlandi undanfarin misseri og Rishi Sunak forsætisráðherra ekki tekist að snúa þróuninni við. EPA

Bretar hafa yfirtekið Íslendinga yfir þau vestrænu lönd sem greiða hæstu vexti af skuldum sínum. Heilt yfir er vaxtabyrði að lækka í Vestur Evrópu en hækka í Bandaríkjunum.

Ríkissjóður Bretlands greiðir nú hæsta vexti af skuldum sínum í af vestrænum ríkjum, það er sem hlutfall af þjóðartekjum. Byrðin er hins vegar almenn mun þyngri hjá þróunarríkjum. Bretar munu greiða 110 milljarða punda á þessu ári, eða tæplega 19 þúsund milljarða króna.

Breska dagblaðið Financial Times greinir frá þessu.

Þá munu Bretar yfirtaka Íslendinga yfir þau vestræn ríki sem greiða hæstu vextina á lista Fitch. Hlutfallið er 10,4 prósent af heildartekjum ríkisins. En þetta er í fyrsta skiptið sem Bretar toppa listann. Fyrir aðeins tveimur árum var hlutfallið 6,2 prósent.

Til samanburðar er hlutfallið í Bandaríkjunum rúmlega 8 prósent en undir 4 prósentum að meðaltali í vesturhluta Evrópu.

Ástæðan fyrir þessari breytingu er að stærstum hluta vegna þess að Bretar eru með óvenju stóran hluta skulda sinna í bréfum sem eru viðkvæm fyrir verðbólgu. Verðbólgan hefur bitið Breta fastar en flest önnur ríki og útgangan úr Evrópusambandinu hefur reynst landinu dýrkeypt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×