Erlent

Vatnsvél lenti á tré og brotlenti

Samúel Karl Ólason skrifar
Vængur flugvélarinnar virðist hafa lent á tré og við það brotlenti hún.
Vængur flugvélarinnar virðist hafa lent á tré og við það brotlenti hún. Skjáskot

Vatnsflugvél sem notuð var til slökkvistarfs á Evía í Grikklandi brotlenti í morgun. Verið var að nota flugvélina til að varpa vatni á gróðurelda þegar annar vængur hennar virðist hafa lent á tré. Við það snerist flugvélin og brotlenti en slysið náðist á myndband.

Myndbandið sýnir að mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti.

Flugvélin er sögð hafa brotlent nærri bænum Karystos á Evía-eyju, sem er eyja nærri Aþenu. AFP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Grikklandi að minnst tveir grískir flugmenn hafi verið um borð í flugvélinni þegar hún brotlenti.

Flugvélin var af af gerðinni Canadair CL-215. Verið er að leita að áhöfn flugvélarinnar en Grikkir eru ekki vongóðir um að þeir muni finnast á lífi.

Umfangsmiklir og mannskæðir gróðureldar loga víða um Suður-Evrópu og Norður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×