Rússar skemmdu bandarískan dróna með blysum Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2023 14:34 Rússneskum herþotum flogið yfir bandarískum dróna yfir Sýrlandi. Rússneskir flugmenn tveggja orrustuþota eru sagðir hafa skemmt bandarískan dróna yfir Sýrlandi með því að varpa blysum á hann. Atvikið átti sér stað þann 6. júlí en flugher Bandaríkjanna birti myndband af því í dag. Bandaríkjamenn segja að þetta tilvik sé annað af tveimur, þar sem rússneskir flugmenn höguðu sér með sambærilegum hætti, á einum sólarhring. Á myndbandinu sem birt var í dag má sjá tvær rússneskar herþotur af gerðinni Su-34 og Su-35, þar sem þeim er flogið yfir bandarískum dróna af gerðinni MQ-9. Þá má sjá blysum varpað úr annarri þotunni. Blys þessi eru við hefðbundnar aðstæður notuð til að rugla sérstaka gerð flugskeyta í rýminu. Markmiðið er að fá þau til að elta blysin en ekki orrustuþoturnar. Bandaríkjamenn segja að eitt blys hafi farið í hreyfil drónans og skemmt hann en hægt hafi verið að lenda honum í heilu lagi. Skammt er síðan sambærilegt atvik átti sér stað yfir Svartahafi en þá reyndu rússneskir flugmenn að varpa eldsneyti á bandarískan dróna. Ein orrustuþotan lenti þó á drónanum og skemmdi hann, svo dróninn endaði í hafinu, um þrjátíu sjómílur frá ströndum Úkraínu. Sá dróni var einnig af gerðinni MQ-9. Bandaríkin Rússland Sýrland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Bandaríkjamenn segja að þetta tilvik sé annað af tveimur, þar sem rússneskir flugmenn höguðu sér með sambærilegum hætti, á einum sólarhring. Á myndbandinu sem birt var í dag má sjá tvær rússneskar herþotur af gerðinni Su-34 og Su-35, þar sem þeim er flogið yfir bandarískum dróna af gerðinni MQ-9. Þá má sjá blysum varpað úr annarri þotunni. Blys þessi eru við hefðbundnar aðstæður notuð til að rugla sérstaka gerð flugskeyta í rýminu. Markmiðið er að fá þau til að elta blysin en ekki orrustuþoturnar. Bandaríkjamenn segja að eitt blys hafi farið í hreyfil drónans og skemmt hann en hægt hafi verið að lenda honum í heilu lagi. Skammt er síðan sambærilegt atvik átti sér stað yfir Svartahafi en þá reyndu rússneskir flugmenn að varpa eldsneyti á bandarískan dróna. Ein orrustuþotan lenti þó á drónanum og skemmdi hann, svo dróninn endaði í hafinu, um þrjátíu sjómílur frá ströndum Úkraínu. Sá dróni var einnig af gerðinni MQ-9.
Bandaríkin Rússland Sýrland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira