„Það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2023 23:16 Óskar Hrafn var svekktur með frammistöðu sinna manna í kvöld Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum hundsvekktur eftir tap hans manna gegn FCK í kvöld í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið þurfi að bæta sig ef það ætlar sér að taka næsta skref í Evrópu. „Ég met þetta bara sem svo að akkúrat núna erum við bara ekki komnir lengra en þetta. Við spilum á móti gæðaliði og gerum tvenn varnarmistök í fyrri hálfleik sem kosta dýrt. Við spilum í gegnum þá eins og að drekka vatn en erum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi. Ef við ætlum að taka skref í Evrópu þá þurfum við að vera betri í þessum tveimur hlutum.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Þjálfarinn segir einvígið alls ekki búið og vonar að liðið geri betur í seinni leik einvígisins. Hann segir þó að spilamennskunni þurfi að fylgja einhver mörk ef liðið ætli sér að ná árangri. „Sorglegt að við höfum ekki nýtt betur möguleikana sem við fengum og ekki varist betur þegar á reyndi en mér líður ekki eins og þetta einvígi sé búið. Mér fannst við spila vel á löngum köflum, fórum í gegnum þá en þegar þú skorar ekki þá telur það lítið á þessu stigi keppninnar.“ Óskar var svo spurður út í þróun liðsins síðustu ár og hvort liðið sé komið lengra en þegar hann tók við því árið 2020. „Erfitt að segja að þróunin sé ekki komin lengra, ég meina hversu langt á hún að vera komin? Ég hefði samt viljað sjá okkur vera betri í þeim atriðum sem ég taldi upp. Þróunin er komin langt það er alveg ljóst... en við erum greinilega ekki komnir þangað að við getum tekið FCK og unnið þá.“ Þjálfarinn sagðist hundfúll með niðurstöðuna og sagði það ekki skipta máli hvernig liðið spilaði þegar niðurstaðan væri tap. „Mér fannst við ekki þurfa að tapa þessum leik, ég átta mig alveg á því að FCK er frábært lið og allt það en það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20 Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
„Ég met þetta bara sem svo að akkúrat núna erum við bara ekki komnir lengra en þetta. Við spilum á móti gæðaliði og gerum tvenn varnarmistök í fyrri hálfleik sem kosta dýrt. Við spilum í gegnum þá eins og að drekka vatn en erum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi. Ef við ætlum að taka skref í Evrópu þá þurfum við að vera betri í þessum tveimur hlutum.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Þjálfarinn segir einvígið alls ekki búið og vonar að liðið geri betur í seinni leik einvígisins. Hann segir þó að spilamennskunni þurfi að fylgja einhver mörk ef liðið ætli sér að ná árangri. „Sorglegt að við höfum ekki nýtt betur möguleikana sem við fengum og ekki varist betur þegar á reyndi en mér líður ekki eins og þetta einvígi sé búið. Mér fannst við spila vel á löngum köflum, fórum í gegnum þá en þegar þú skorar ekki þá telur það lítið á þessu stigi keppninnar.“ Óskar var svo spurður út í þróun liðsins síðustu ár og hvort liðið sé komið lengra en þegar hann tók við því árið 2020. „Erfitt að segja að þróunin sé ekki komin lengra, ég meina hversu langt á hún að vera komin? Ég hefði samt viljað sjá okkur vera betri í þeim atriðum sem ég taldi upp. Þróunin er komin langt það er alveg ljóst... en við erum greinilega ekki komnir þangað að við getum tekið FCK og unnið þá.“ Þjálfarinn sagðist hundfúll með niðurstöðuna og sagði það ekki skipta máli hvernig liðið spilaði þegar niðurstaðan væri tap. „Mér fannst við ekki þurfa að tapa þessum leik, ég átta mig alveg á því að FCK er frábært lið og allt það en það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20 Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. 25. júlí 2023 21:20
Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. 25. júlí 2023 22:11