Sport

Nær ekki að enda frábært tímabil sitt á Íslandsmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Við fáum því miður ekki að sjá Elísabetu Rut Rúnarsdóttur kasta á Meistaramótinu,.
Við fáum því miður ekki að sjá Elísabetu Rut Rúnarsdóttur kasta á Meistaramótinu,. @elisabet0

Sleggjukastarinn og Íslandsmethafinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir verður að sleppa því að keppa á Meistaramóti Íslands um komandi helgi og verður því ekki Íslandsmeistari í ár.

Elísabet Rut bætti Íslandsmetið í sleggjukasti um einn og hálfan metra á þessu ári en hún kastaði lengst 66,98 metra á NCCA mótinu í júní.

Elísabet sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún verði að hætta við þátttöku á Meistaramótinu vegna meiðsla.

Hún ætlaði að keppa en meiðsli sem hafa verið að trufla hana allt tímabilið urðu enn verri á Evrópumóti undir 23 ára á dögunum.

„Þetta hefur verið eitt af mínum bestu keppnistímabilum,“ skrifaði Elísabet Rut Rúnarsdóttir á Instagram.

Hún fór þar yfir árangur tímabilsins þar sem hún varð efst í sinni deild í háskólakeppninni. endaði í sjöunda sæti á úrslitamóti NCAA og í fimmta sæti á Evrópumóti undir 23 ára.

„Því miður get ég ekki klárað tímabilið á MÍ eins og planið var vegna meiðsla sem eru búin að vera að trufla mig allt tímabilið en urðu síðan verri á EMu23,“ skrifaði Elísabet Rut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×