Neytendastofa slær aftur á hendur Nýju vínbúðarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2023 14:35 Sverrir Einar Eiríksson rekur Nýju vínbúðina. Vísir Neytendastofa hefur sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar. Rekstraraðili verslunarinnar brást ekki við fyrri tilmælum um að gera breytingar á vefsíðu sinni sem Neytendastofa taldi veita villandi upplýsingar um verð og framboð. Snemma á þessu ári komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar væri til þess fallin að neytendur teldu að þeir væru að kaupa vörur á tilboðsverði. Neytendastofa segir að með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem fullyrðingin var ekki sönnuð. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Að mati eftirlitsstofnunarinnar braut rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar einnig gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur það eigi við um eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa í febrúar rekstraraðila Nýju vínbúðarinnar að viðhafa þessa viðskiptahætti og kallaði eftir úrbótum. Gætu þurft að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir Að sögn Neytendastofu var vefsíðu Nýju vínbúðarinnar ekki breytt til að fara að ákvörðun stofnunarinnar sem birt var í febrúar. Í ljósi þessa hefur stofnunin lagt 750 þúsund króna stjórnvaldssekt á rekstraraðila netverslunarinnar. Ef ekki verður búið að gera viðeigandi breytingar innan fjórtán daga frá því að ákvörðunin er dagsett er fyrirtækinu gert að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu. Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Tengdar fréttir Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. 23. febrúar 2023 09:52 Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. 24. apríl 2023 16:53 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Snemma á þessu ári komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar væri til þess fallin að neytendur teldu að þeir væru að kaupa vörur á tilboðsverði. Neytendastofa segir að með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem fullyrðingin var ekki sönnuð. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Að mati eftirlitsstofnunarinnar braut rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar einnig gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur það eigi við um eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa í febrúar rekstraraðila Nýju vínbúðarinnar að viðhafa þessa viðskiptahætti og kallaði eftir úrbótum. Gætu þurft að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir Að sögn Neytendastofu var vefsíðu Nýju vínbúðarinnar ekki breytt til að fara að ákvörðun stofnunarinnar sem birt var í febrúar. Í ljósi þessa hefur stofnunin lagt 750 þúsund króna stjórnvaldssekt á rekstraraðila netverslunarinnar. Ef ekki verður búið að gera viðeigandi breytingar innan fjórtán daga frá því að ákvörðunin er dagsett er fyrirtækinu gert að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu.
Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Tengdar fréttir Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. 23. febrúar 2023 09:52 Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. 24. apríl 2023 16:53 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. 23. febrúar 2023 09:52
Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. 24. apríl 2023 16:53