Búið að aflétta öllum takmörkunum á sölu íslenskra upprunaábyrgða Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2023 14:40 Sala upprunaábyrgða skilar umtalsverðum tekjum til framleiðenda grænnar orku. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun Þýskalands (UBA) hefur aflétt banni við sölu upprunaábyrgða raforku frá Íslandi til Þýskalands. Bannið var sett á vegna gruns um að vinnsla grænnar orku væri tvítalin hér á landi en athugun stofnunarinnar hefur leitt í ljós að svo sé ekki. Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun en sú ákvörðun Umhverfisstofnunar Þýskalands að banna innflutninginn er sögð byggja á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða. Því banni var aflétt 1. júlí síðastliðinn, um mánuði eftir að bannið var sett á. Að sögn Landsvirkjunar var bannið rökstutt með því að grunur væri um að stærstu orkunotendur Íslands hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu slíkar staðhæfingar. Þetta fæli í sér brot á reglum um upprunaábyrgðir og að vinnsla grænnar orku væri tvítalin. Nánari athugun Umhverfisstofnunar Þýskalands hafi leitt í ljós sú væri raunin ekki hjá íslenskum raforkuframleiðendum. Árlegt verðmæti upprunaábyrgða nemi um tuttugu milljörðum króna AIB tilkynnti 27. apríl síðastliðinn að samtökunum hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi hafi verið tvítalin í nóvember í fyrra. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir og þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þá orku verið fluttar úr landi. Í kjölfarið var útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi stöðvaður á meðan krafist var útbóta og Landsneti gefinn kostur á að bregðast við ásökununum en fyrirtækið sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. Innlend viðskipti með upprunaábyrgðir héldu áfram þrátt fyrir ákvörðun stjórnar AIB. Greint hefur verið frá því að Landsvirkjun áætli að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og sást í vor. Ætlað að styðja við uppbyggingu á grænum orkugjöfum Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Sala á ábyrgðum er þannig ætlað að auka tekjur fyrirtækja sem framleiða endurnýjanlega orku og standa straum af kostnaði við fjárfestingar í slíkri orkuframleiðslu. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjá meira
Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun en sú ákvörðun Umhverfisstofnunar Þýskalands að banna innflutninginn er sögð byggja á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða. Því banni var aflétt 1. júlí síðastliðinn, um mánuði eftir að bannið var sett á. Að sögn Landsvirkjunar var bannið rökstutt með því að grunur væri um að stærstu orkunotendur Íslands hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu slíkar staðhæfingar. Þetta fæli í sér brot á reglum um upprunaábyrgðir og að vinnsla grænnar orku væri tvítalin. Nánari athugun Umhverfisstofnunar Þýskalands hafi leitt í ljós sú væri raunin ekki hjá íslenskum raforkuframleiðendum. Árlegt verðmæti upprunaábyrgða nemi um tuttugu milljörðum króna AIB tilkynnti 27. apríl síðastliðinn að samtökunum hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi hafi verið tvítalin í nóvember í fyrra. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir og þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þá orku verið fluttar úr landi. Í kjölfarið var útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi stöðvaður á meðan krafist var útbóta og Landsneti gefinn kostur á að bregðast við ásökununum en fyrirtækið sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. Innlend viðskipti með upprunaábyrgðir héldu áfram þrátt fyrir ákvörðun stjórnar AIB. Greint hefur verið frá því að Landsvirkjun áætli að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og sást í vor. Ætlað að styðja við uppbyggingu á grænum orkugjöfum Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Sala á ábyrgðum er þannig ætlað að auka tekjur fyrirtækja sem framleiða endurnýjanlega orku og standa straum af kostnaði við fjárfestingar í slíkri orkuframleiðslu. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjá meira
Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33
Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent