Glæpahópar þegar farnir að nota gervigreind Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2023 21:01 Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Interpol segir alþjóðleg glæpasamtök þegar farin að nota gervigreind í starfsemi sinni. Netglæpir séu sífellt stærra vandamál og enn brýnna en ella að löggæsluyfirvöld taki höndum saman. Forstjóri Interpol er á ferð um heiminn til að heimsækja aðildarstofnanir Interpol. Hefð er fyrir því að forstjórar heimsæki löggæsluyfirvöld aðildarríkja áður en þeir láta af störfum, sem hann mun gera á næsta ári. Þá vill svo til að Interpol á hundrað ára afmæli á árinu og því enn brýnna að efla tengslin. „Stofnað árið 1923 í Vín vegna þeirrar reynslu að glæpamenn færðu út kvíarnar á alþjóðavettvangi, reyndu að fara huldu höfði, reyndu að flýja og það krafðist þess að löggæslustofnanir ynnu betur saman. Nú, 100 árum síðar, er þetta viðfangsefni enn stærra,“ segir Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Þar leiki netglæpir stórt hlutverk. „Næsta áskorun sem heimurinn mun standa frammi fyrir verður gervigreind og glæpamennirnir eru þegar komnir þangað. Metaverse og öll sú umræða sem á sér nú þegar stað. Ég tala af reynslu þegar ég segi að glæpamennirnir eru þegar byrjaðir að nýta sér þessa nýju tækni í glæpsamlegum tilgangi.“ Sama hversu miklar vegalengdir skilji lönd að takist löggæsluyfirvöld á við svipuð vandamál. „Það er auðvitað munur á stærðarhlutföllum en vandamálin í kringum netglæpi, til dæmis, skipulagða glæpastarfsemi á milli landa, smygl á fólki, mansal, umhverfisglæpi, þetta eru allt hnattræn fyrirbæri. Ekkert land er laust við áhrifin en það er auðvitað mikilvægt að taka fram að ekkert ríki getur barist gegn þessum fyrirbærum eitt síns liðs.“ Lögreglumál Gervigreind Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Forstjóri Interpol er á ferð um heiminn til að heimsækja aðildarstofnanir Interpol. Hefð er fyrir því að forstjórar heimsæki löggæsluyfirvöld aðildarríkja áður en þeir láta af störfum, sem hann mun gera á næsta ári. Þá vill svo til að Interpol á hundrað ára afmæli á árinu og því enn brýnna að efla tengslin. „Stofnað árið 1923 í Vín vegna þeirrar reynslu að glæpamenn færðu út kvíarnar á alþjóðavettvangi, reyndu að fara huldu höfði, reyndu að flýja og það krafðist þess að löggæslustofnanir ynnu betur saman. Nú, 100 árum síðar, er þetta viðfangsefni enn stærra,“ segir Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Þar leiki netglæpir stórt hlutverk. „Næsta áskorun sem heimurinn mun standa frammi fyrir verður gervigreind og glæpamennirnir eru þegar komnir þangað. Metaverse og öll sú umræða sem á sér nú þegar stað. Ég tala af reynslu þegar ég segi að glæpamennirnir eru þegar byrjaðir að nýta sér þessa nýju tækni í glæpsamlegum tilgangi.“ Sama hversu miklar vegalengdir skilji lönd að takist löggæsluyfirvöld á við svipuð vandamál. „Það er auðvitað munur á stærðarhlutföllum en vandamálin í kringum netglæpi, til dæmis, skipulagða glæpastarfsemi á milli landa, smygl á fólki, mansal, umhverfisglæpi, þetta eru allt hnattræn fyrirbæri. Ekkert land er laust við áhrifin en það er auðvitað mikilvægt að taka fram að ekkert ríki getur barist gegn þessum fyrirbærum eitt síns liðs.“
Lögreglumál Gervigreind Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira