Síminn ósammála Samkeppniseftirlitinu: Áskrifendur Nova fái aðgang að enska boltanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 20:32 Í tilkynningu frá Símanum segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggi á misskilningi. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið gaf í dag frá sér bráðabirgðaákvörðun vegna sennilegs brots símans gegn samkeppnislögum. Með því að synja Nova um heildsölu og dreifingu á sjónvarpsstöðinni Símanum Sport segir eftirlitið sennilegt að samkeppnislög hafi verið brotin. Í yfirlýsingu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að Síminn hafi nú neitað að gera nýjan dreifingarsamning við Nova um útsendingar á Símanum Sport, sem áskrifendum Nova og Sýnar hafa boðist að nálgast í Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium. Þá segir að með neitun Símans á gerð samningsins hafi viðskiptavinir Nova ekki möguleika á að kaupa áskrift að enska boltanum. Mismunun gagnvart keppinautum „Samkeppniseftirlitið telur að í háttsemi Símans felist sölusynjun fyrirtækis sem býr yfir mikilvægri og vinsælli vöru til endursölu og að það myndi fela í sér skaðleg áhrif fyrir samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi ef Nova gæti ekki lengur boðið sínum viðskiptavinum upp á enska boltann. Þá telur eftirlitið að háttsemi Símans feli í sér mismunun gagnvart keppinautum þar sem Sýn fær áfram að bjóða sínum viðskiptavinum enska boltann en ekki Nova,“ segir í tilkynningu frá eftirlitinu Þá segir að Samkeppniseftirlitið telji að Síminn sé markaðsráðandi á markaði fyrir heildsöludreifingu á enska boltanum og að háttsemi Símans fari gegn ákvæði samkeppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé til þess fallin að skaða samkeppni. Í bráðabirgðaákvörðuninni er Símanum sagt að láta af háttsemi sinni gagnvart Nova og gera nýjan dreifingarsamning við fyrirækið um heildsölu og dreifingu á Símanum Sport með enska boltanum. Ákvörðunin byggi á misskilningi Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins og byggi á misskilningi. Ákörðunin hafi engin áhrif á samkeppni á fjarskipta- eða sjónvarpsmarkaði nema að letja til aukinnar framleiðslu og kaupa á efni. „Sjónvarpsþjónustur keppa á aðgreiningu með sjónvarpsefni, efni sem aðilar fjárfesta í eða kaupa á opnum markaði sem Nova hefur kosið að taka ekki þátt í og þannig þykir Símanun einkennilegt að Nova geri þá kröfu að byggja samkeppnisgrundvöll sinn á því að fá aðgang að því myndefni sem aðrir aðilar hafa þegar keypt á opnum markaði,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Þá segir að Síminn sé ekki markaðsráðandi þegar kemur að áskriftarsjónvarpsefni, og að viðskiptavinir Nova hafi greiðan aðgang að að Símanum Sport óháð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Ákvörðun SKE lýtur þannig ekki að því að gera viðskiptavinum Nova kleift að horfa á Símann Sport, enda hafa þeir alla möguleika á því líkt og viðskiptavinir allra annarra fjarskiptafyrirtækja. Ákvörðunin lýtur að því að Símanum beri að afhenda Nova sjónvarpsrásina til endursölu til sinna viðskiptavina. Byggir Síminn á því að félaginu geti ekki með nokkru móti borið skylda til þess og íhugar nú réttarstöðu sína,“ segir jafnframt í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar. Samkeppnismál Síminn Nova Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að Síminn hafi nú neitað að gera nýjan dreifingarsamning við Nova um útsendingar á Símanum Sport, sem áskrifendum Nova og Sýnar hafa boðist að nálgast í Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium. Þá segir að með neitun Símans á gerð samningsins hafi viðskiptavinir Nova ekki möguleika á að kaupa áskrift að enska boltanum. Mismunun gagnvart keppinautum „Samkeppniseftirlitið telur að í háttsemi Símans felist sölusynjun fyrirtækis sem býr yfir mikilvægri og vinsælli vöru til endursölu og að það myndi fela í sér skaðleg áhrif fyrir samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi ef Nova gæti ekki lengur boðið sínum viðskiptavinum upp á enska boltann. Þá telur eftirlitið að háttsemi Símans feli í sér mismunun gagnvart keppinautum þar sem Sýn fær áfram að bjóða sínum viðskiptavinum enska boltann en ekki Nova,“ segir í tilkynningu frá eftirlitinu Þá segir að Samkeppniseftirlitið telji að Síminn sé markaðsráðandi á markaði fyrir heildsöludreifingu á enska boltanum og að háttsemi Símans fari gegn ákvæði samkeppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé til þess fallin að skaða samkeppni. Í bráðabirgðaákvörðuninni er Símanum sagt að láta af háttsemi sinni gagnvart Nova og gera nýjan dreifingarsamning við fyrirækið um heildsölu og dreifingu á Símanum Sport með enska boltanum. Ákvörðunin byggi á misskilningi Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins og byggi á misskilningi. Ákörðunin hafi engin áhrif á samkeppni á fjarskipta- eða sjónvarpsmarkaði nema að letja til aukinnar framleiðslu og kaupa á efni. „Sjónvarpsþjónustur keppa á aðgreiningu með sjónvarpsefni, efni sem aðilar fjárfesta í eða kaupa á opnum markaði sem Nova hefur kosið að taka ekki þátt í og þannig þykir Símanun einkennilegt að Nova geri þá kröfu að byggja samkeppnisgrundvöll sinn á því að fá aðgang að því myndefni sem aðrir aðilar hafa þegar keypt á opnum markaði,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Þá segir að Síminn sé ekki markaðsráðandi þegar kemur að áskriftarsjónvarpsefni, og að viðskiptavinir Nova hafi greiðan aðgang að að Símanum Sport óháð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Ákvörðun SKE lýtur þannig ekki að því að gera viðskiptavinum Nova kleift að horfa á Símann Sport, enda hafa þeir alla möguleika á því líkt og viðskiptavinir allra annarra fjarskiptafyrirtækja. Ákvörðunin lýtur að því að Símanum beri að afhenda Nova sjónvarpsrásina til endursölu til sinna viðskiptavina. Byggir Síminn á því að félaginu geti ekki með nokkru móti borið skylda til þess og íhugar nú réttarstöðu sína,“ segir jafnframt í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar.
Samkeppnismál Síminn Nova Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira