Myrti ólétta kærustu sína Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 15:46 Hnefaleikakappinn Felix Verdejo Sánchez á vigtun í Madison Square Garden í New York árið 2016. Sánchez var í gær dæmdur fyrir að myrða ólétta kærustu sína. AP/Bebeto Matthews Hnefaleikakappinn Félix Verdejo Sánchez hefur verið dæmdur fyrir að fremja mannrán og myrða Keishla Rodríguez Ortiz, sem var ólétt þegar hún var myrt. Tæp tvö ár eru síðan lík Ortiz fannst í lóni í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Auk þess að hafa verið ákærður fyrir morðið á Ortiz og ófæddu barni hennar þá var Sánchez einnig ákærður fyrir mannrá, bílrán og vopnalagabrot. Samkvæmt People var Ortiz kærasta Sánchez. Foreldrar Ortiz segja í samtali við El Nuevo Día að hún og Sánchez hafi kynnst þegar þau voru í grunnskóla. Þau hafi haldið áfram samskiptum síðan þá. Ortiz var mikill dýravinur en hún vann við að snyrta gæludýr, sjálf átti hún tvo ketti og tvo hunda. Þegar hún var ekki í vinnunni var hún yfirleitt að hjálpa flækingsdýrum. Verdejo var sakaður um að hafa ráðið Luis Antonio Cádiz Martínez til að hjálpa sér. Martínez fór yfir það fyrir dómi hvernig hann og Sánchez skipulögðu morðið. Sjálfur játaði hann aðild sína að málinu á síðasta ári. Sánchez keppti fyrir hönd Puerto Rico á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hér sést hann keppa við Ahmed Mejri frá Túnis.Getty/Scott Heavey Daginn eftir að þeir skipulögðu morðið sóttu þeir Ortiz á heimili hennar. Martínez segir hana hafa komið í bílinn og sýnt Sánchez jákvætt óléttupróf. Þá hafi þeir gripið í hár hennar og kýlt hana í kjálkann. Sánchez á þá að hafa byrlað henni ólyfjan með sprautu. Síðar keyrðu þeir í sitthvorum bílnum að brú, festu þungan stein við hana og köstuðu henni fram af brúnni. Vill að morðingi dóttur sinnar lifi José Antonio Rodríguez, faðir Ortiz, ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómssal eftir að Sánchez var dæmdur sekur. „Megi hann lifa út ævina og hugsa um allt sem hann gerði dóttur minni,“ sagði Rodríguez. Þá sagðist hann alls ekki óska þess að Sánchez deyi. „Ég óska þess að hann verði heill heilsu og að hann lifi eins lengi og hann getur. Ef hann vill lifa í tvö hundruð ár, leyfið honum það, en hann á að muna eftir því sem hann gerði dóttur minni, alltaf.“ Erlend sakamál Box Púertó Ríkó Bandaríkin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Auk þess að hafa verið ákærður fyrir morðið á Ortiz og ófæddu barni hennar þá var Sánchez einnig ákærður fyrir mannrá, bílrán og vopnalagabrot. Samkvæmt People var Ortiz kærasta Sánchez. Foreldrar Ortiz segja í samtali við El Nuevo Día að hún og Sánchez hafi kynnst þegar þau voru í grunnskóla. Þau hafi haldið áfram samskiptum síðan þá. Ortiz var mikill dýravinur en hún vann við að snyrta gæludýr, sjálf átti hún tvo ketti og tvo hunda. Þegar hún var ekki í vinnunni var hún yfirleitt að hjálpa flækingsdýrum. Verdejo var sakaður um að hafa ráðið Luis Antonio Cádiz Martínez til að hjálpa sér. Martínez fór yfir það fyrir dómi hvernig hann og Sánchez skipulögðu morðið. Sjálfur játaði hann aðild sína að málinu á síðasta ári. Sánchez keppti fyrir hönd Puerto Rico á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hér sést hann keppa við Ahmed Mejri frá Túnis.Getty/Scott Heavey Daginn eftir að þeir skipulögðu morðið sóttu þeir Ortiz á heimili hennar. Martínez segir hana hafa komið í bílinn og sýnt Sánchez jákvætt óléttupróf. Þá hafi þeir gripið í hár hennar og kýlt hana í kjálkann. Sánchez á þá að hafa byrlað henni ólyfjan með sprautu. Síðar keyrðu þeir í sitthvorum bílnum að brú, festu þungan stein við hana og köstuðu henni fram af brúnni. Vill að morðingi dóttur sinnar lifi José Antonio Rodríguez, faðir Ortiz, ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómssal eftir að Sánchez var dæmdur sekur. „Megi hann lifa út ævina og hugsa um allt sem hann gerði dóttur minni,“ sagði Rodríguez. Þá sagðist hann alls ekki óska þess að Sánchez deyi. „Ég óska þess að hann verði heill heilsu og að hann lifi eins lengi og hann getur. Ef hann vill lifa í tvö hundruð ár, leyfið honum það, en hann á að muna eftir því sem hann gerði dóttur minni, alltaf.“
Erlend sakamál Box Púertó Ríkó Bandaríkin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira