Í sleggjukasti kvenna var það Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) sem bætti metið þegar hún kastaði 65,21 metra. Í öðru sæti var fyrrum Íslandsmethafinn Vigdís Jónsdóttir (ÍR).

Hin 17 ára Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðabik) stórbætti tveggja ára aldursflokkamet Glódísar Eddu Þuríðardóttur í 100m grindahlaupi. Júlía kom í mark á tímanum 13,77 sek. (+1,6) en gamla metið var 14,00 sek. Þetta er annar hraðasti rafmagnstími í kvennaflokki frá upphafi. Íslandsmetið á Guðrún Arnardóttir en er það 13,18 sek. Í öðru sæti í hlaupinu var Sara Kristín Lýðsdóttir á 16,03.
Þá féll fjórtán ára gamalt mótsmet Björns Margeirssonar í 1500m hlaupi karla þegar Hlynur Andrésson (ÍR) kom í mark á tímanum 3:53,28 mín en fyrra metið var 3:54,66 mín. Hlynur er fyrrum methafi í greininni og á best 3:49,19 mín. Í öðru sæti var Fjölnir Brynjarsson (FH) á nýju persónulegu meti, 4:05,37 mín. og Stefán Kári Smárason (Breiðablik) í þriðja sæti, einnig á persónulegru meti, með tíma upp á 4:28,89 mín.

Ellefta árið í röð varð Hilmar Örn Jónsson (FH) Íslandsmeistari í sleggjukasti, með kast upp á 73,74 metra en hann er búinn að kasta lengst 74,77 í ár. Hilmar vann mótið með nokkrum yfirbuðrum, en Ingvar Freyr Snorrason (ÍR) varð annar með 42,88m.
Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með miklum yfriburðum en hann stökk tæpum meter lengra en næsti maður, eða 7,80m (+2,9). Í öðru sæti var Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson (Breiðablik) en hann stökk lengst 6,86m (+2,0) og í þriðja sæti varð Ísak Óli Traustason (UMSS) með 6,84m (+3,7).
Í langstökki kvenna munaði aðeins einum sentímeter á tveimur efstu sætunum. Það var Íslandsmethafinn. Hafdís Sigurðardóttir (UFA) sem sigraði í keppninni, stökk 6,29m (+2,1) en Irma Gunnarsdóttir varð önnur með 6,28m (+3,4). Í þriðja sæti var Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) með 6,10m (+2,4).
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) kom eins og oft áður fyrst í mark í 100m hlaupi kvenna á tímanum 11,74 sek. (+3,0). Birna Kristín Kristjánsdóttir varð önnur á 12,02 sek. og Júlía Kristín Jóhannesdóttir þriðja á tímanum 12,21 sek.
Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) hljóp undir Íslandsmeti hans og Ara Braga Kárasonar í 100m hlaupi karla en þarð sem meðvindur var yfir leyfilegum mörkum féll metið ekki. Þetta er í fimmta sinn sem Kolbeinn slær metið og það fær ekki að standa. Kolbeinn kom í mark á tímanum 10,38 sek. Í öðru sæti var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á 10,97 sek. og Ari Bergmann Ægisson var þriðji á 11,09 sek.
Nánar má lesið um mótið og heildarúrslit á vefsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands