Semur spurningar á næturvöktum spítalans Íris Hauksdóttir skrifar 1. ágúst 2023 20:00 Læknaneminn og Gettu Betur þjálfarinn Daníel Óli Ólafsson stýrir hlaðvarpsþættinum Trivíaleikarnir. aðsend Læknaneminn Daníel Óli Ólafsson skráði sig fyrir rælni í spurningakeppnina Gettu betur á sínum tíma. Hann flaug í gegn og hefur nú þjálfað lið Borgarholtsskóla í tæpan áratug. Eftir óvænt veikindi ákvað hann að nýta þekkingu sína og setja af stað spurningahlaðvarpið Trivíaleikarnir. Daníel er á fimmta námsári sínu við læknisfræði til kandídatsprófs við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn í Mosfellsbæ ákvað hann þó að ganga í Borgarholtsskóla enda stutt í Grafarvoginn frá Mosfellsbænum. Það var þar sem hann sá auglýsingu fyrir Gettu Betur inntökupróf og ákvað að láta slag standa. Hann segir það skrítið í ljósi þess að hafa bara einu sinni horft á útslit keppninnar í sjónvarpinu og hugsað með sjálfum sér að þetta gæti hann aldrei gert. Samdi 10.000 tímalausar spurningar „Ég komst beint í liðið og keppti með Borgarholtsskóla árin 2013 og 2014. Seinna árið fórum við alla leið í úrslit keppninnar. Ég útskrifaðist sama ár og tók í kjölfarið við þjálfun liðsins sem ég hef nú séð um að þjálfa í níu ár. Daníel hannaði spurningaspil, byggt á öllum þeim spurningum sem hann hafði samið í gegnum tíðina.aðsend Í þennan tæpa áratug sem ég hef verið að þjálfa meðfram háskólanámi hef ég samið um 10.000 spurningar um hitt og þetta. Spurningarnar eru allar tímalausar spurningar og nýtast vel fyrir nokkrar kynslóðir Gettu Betur keppenda.“ Gekk sjálfur í málið Árið 2021 veiktist Daníel og neyddist til að taka sér pásu frá námi meðan hann náði heilsu á ný. Það sama sumar spratt upp sú hugmynd að hanna spurningaspil, byggt á öllum þeim spurningum sem hann hafði samið í gegnum tíðina. „Mig langaði að finna gott spurningahlaðvarp til að hlusta á meðan ég ynni í spilinu, en fann ekkert. Sama hvað ég leitaði að innlendu eða erlendu fannst mér ekkert nógu skemmtilegt, fyndið né með góðum spurningum. Það var þá sem hugmyndin kviknaði. Fyrst enginn hafði búið til hlaðvarpið sem mig vantaði þá yrði ég bara að ganga í málið sjálfur. Daníel segist leggja mikið upp úr húmor og gæðum bæði hljóðs og spurninga.aðsend Ég keypti upptökubúnað, hljóðnema og græjur og bauð nokkrum góðvinum mínum heim í Mosfellsbæinn til að taka upp. Sama hugsun flaug í gegnum hugann þegar ég stóð fyrst á sviðinu í úrslitum Gettu Betur og þegar ég kveikti í fyrsta sinn á upptökubúnaðinum. Jæja Daníel hvað ertu búinn að koma þér út í núna?“ Mikil list að semja góðar spurningar Daníel segist leggja mikið upp úr húmor og gæðum bæði hljóðs og spurninga. „Ég vissi að ef ég gerði þurra spurningakeppni með engum húmor myndi enginn hlusta. Að semja virkilega góðar trivía-spurningar er mikil list og það er eitthvað sem hefur tekið mig mörg ár af Gettu Betur þjálfun og pub quizum til að fullkomna.“ Hann segir hugmyndir að spurningum koma allstaðar að. „Ég er kannski á kvöldvakt upp á spítala eða úti að hlaupa og fæ allt í einu geggjaða hugmynd að spurningu. Þá er fyrir öllu að komast í Notes í símanum svo hugmyndin gleymist ekki. Laugardags-Trivían hefur vakið mikla lukku á Instagram.aðsend Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar og hlaðvarpið vaxið og dafnað hratt. „Eina gagnrýnin sem við höfum fengið er að þættirnir mættu koma hraðar út. Laugardags-Trivían hefur vakið mikla lukku á Instagram en það er vikuleg spurningakeppni í story. Fólk svarar tíu trivíaspurningum og deilir á vini og skorar á þá að gera betur.“ Nítjándi þáttur ber af Að öllum þáttum ólöstuðum segir Daníel nítjánda þátt bera af. „Já hann hefur vakið mikla hlustun og varð strax vinsælasti þátturinn. Ég mæli með að fólk tjékki á honum. Upphitunarspurningarnar snerust um hvort nöfn væru lögleg samkvæmt mannanafnanefnd og ég skemmti mér konunglega að semja allskonar nöfn. Sókrates Skúta, Hröðvar Búálfur og Pedró Ljúfmundur svo eitthvað sé nefnt. Á tíu þátta fresti geri ég svo þemaþætti þar sem spurningarnar miðast við sama þema. Fyrsti þemaþátturinn fjallaði til að mynda um Harry Potter og næsti þemaþáttur um hverfast í kringum Tölvuleikjaþema. Þá koma keppendur frá Gametíví og keppa á móti hlaðvarpsstjórnendum Tölvuleikjaspjallsins. Þetta er endalaus uppspretta hugmynda og ég er bara rétt að byrja," segir Daníel að lokum. Áhugasamir geta hlustað á hlaðvarpið hér. Gettu betur Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Daníel er á fimmta námsári sínu við læknisfræði til kandídatsprófs við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn í Mosfellsbæ ákvað hann þó að ganga í Borgarholtsskóla enda stutt í Grafarvoginn frá Mosfellsbænum. Það var þar sem hann sá auglýsingu fyrir Gettu Betur inntökupróf og ákvað að láta slag standa. Hann segir það skrítið í ljósi þess að hafa bara einu sinni horft á útslit keppninnar í sjónvarpinu og hugsað með sjálfum sér að þetta gæti hann aldrei gert. Samdi 10.000 tímalausar spurningar „Ég komst beint í liðið og keppti með Borgarholtsskóla árin 2013 og 2014. Seinna árið fórum við alla leið í úrslit keppninnar. Ég útskrifaðist sama ár og tók í kjölfarið við þjálfun liðsins sem ég hef nú séð um að þjálfa í níu ár. Daníel hannaði spurningaspil, byggt á öllum þeim spurningum sem hann hafði samið í gegnum tíðina.aðsend Í þennan tæpa áratug sem ég hef verið að þjálfa meðfram háskólanámi hef ég samið um 10.000 spurningar um hitt og þetta. Spurningarnar eru allar tímalausar spurningar og nýtast vel fyrir nokkrar kynslóðir Gettu Betur keppenda.“ Gekk sjálfur í málið Árið 2021 veiktist Daníel og neyddist til að taka sér pásu frá námi meðan hann náði heilsu á ný. Það sama sumar spratt upp sú hugmynd að hanna spurningaspil, byggt á öllum þeim spurningum sem hann hafði samið í gegnum tíðina. „Mig langaði að finna gott spurningahlaðvarp til að hlusta á meðan ég ynni í spilinu, en fann ekkert. Sama hvað ég leitaði að innlendu eða erlendu fannst mér ekkert nógu skemmtilegt, fyndið né með góðum spurningum. Það var þá sem hugmyndin kviknaði. Fyrst enginn hafði búið til hlaðvarpið sem mig vantaði þá yrði ég bara að ganga í málið sjálfur. Daníel segist leggja mikið upp úr húmor og gæðum bæði hljóðs og spurninga.aðsend Ég keypti upptökubúnað, hljóðnema og græjur og bauð nokkrum góðvinum mínum heim í Mosfellsbæinn til að taka upp. Sama hugsun flaug í gegnum hugann þegar ég stóð fyrst á sviðinu í úrslitum Gettu Betur og þegar ég kveikti í fyrsta sinn á upptökubúnaðinum. Jæja Daníel hvað ertu búinn að koma þér út í núna?“ Mikil list að semja góðar spurningar Daníel segist leggja mikið upp úr húmor og gæðum bæði hljóðs og spurninga. „Ég vissi að ef ég gerði þurra spurningakeppni með engum húmor myndi enginn hlusta. Að semja virkilega góðar trivía-spurningar er mikil list og það er eitthvað sem hefur tekið mig mörg ár af Gettu Betur þjálfun og pub quizum til að fullkomna.“ Hann segir hugmyndir að spurningum koma allstaðar að. „Ég er kannski á kvöldvakt upp á spítala eða úti að hlaupa og fæ allt í einu geggjaða hugmynd að spurningu. Þá er fyrir öllu að komast í Notes í símanum svo hugmyndin gleymist ekki. Laugardags-Trivían hefur vakið mikla lukku á Instagram.aðsend Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar og hlaðvarpið vaxið og dafnað hratt. „Eina gagnrýnin sem við höfum fengið er að þættirnir mættu koma hraðar út. Laugardags-Trivían hefur vakið mikla lukku á Instagram en það er vikuleg spurningakeppni í story. Fólk svarar tíu trivíaspurningum og deilir á vini og skorar á þá að gera betur.“ Nítjándi þáttur ber af Að öllum þáttum ólöstuðum segir Daníel nítjánda þátt bera af. „Já hann hefur vakið mikla hlustun og varð strax vinsælasti þátturinn. Ég mæli með að fólk tjékki á honum. Upphitunarspurningarnar snerust um hvort nöfn væru lögleg samkvæmt mannanafnanefnd og ég skemmti mér konunglega að semja allskonar nöfn. Sókrates Skúta, Hröðvar Búálfur og Pedró Ljúfmundur svo eitthvað sé nefnt. Á tíu þátta fresti geri ég svo þemaþætti þar sem spurningarnar miðast við sama þema. Fyrsti þemaþátturinn fjallaði til að mynda um Harry Potter og næsti þemaþáttur um hverfast í kringum Tölvuleikjaþema. Þá koma keppendur frá Gametíví og keppa á móti hlaðvarpsstjórnendum Tölvuleikjaspjallsins. Þetta er endalaus uppspretta hugmynda og ég er bara rétt að byrja," segir Daníel að lokum. Áhugasamir geta hlustað á hlaðvarpið hér.
Gettu betur Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira