Enn gerðar drónaárásir í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 09:18 Slökkviliðsmenn fyrir utan háhýsi í miðborg Moskvu sem varð fyrir skemmdum vegna dróna í morgun. AP Yfirvöld í Rússlandi segja dróna hafa hæft byggingu í Moskvu, tveimur dögum eftir að annar dróni hæfði sömu byggingu. Úkraínumenn virðast vera að auka framleiðslu á eigin drónum sem hægt er að nota til árása í Rússlandi. Samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Rússlands voru tveir drónar skotnir niður fyrir utan Moskvu í morgun en minnst einn dróni hæfði háhýsi í Moskvu sem hýsir skrifstofur nokkurra ráðuneyta. Rússar segja að búið hafi verið að trufla innra kerfi drónans og hann hafi brotlent á byggingunni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort einhver lét lífið eða særðist, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þetta er í minnst fjórða sinn á rúmri viku sem árásir af þessu tagi eru gerðar í Moskvu, samkvæmt New York Times. Sambærileg árás var gerð á sunnudaginn en þá segjast Rússar hafa skotið niður einn dróna og að einn til viðbótar hafi brotlent. Þá sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, að stríðið í Úkraínu væri að færast til Rússlands. Sjá einnig: „Stríðið færist til Rússlands“ Ráðamenn í Úkraínu viðurkenna sjaldan sem aldrei árásir sem þessar. New York Times segir þó að minnst þrjár mismunandi tegundir úkraínskra dróna hafi verið notaðar til árása í Rússlandi og þar á meðal í Moskvu. Blaðamenn miðilsins greindu myndefni frá Úkraínu en drónar sem sjást þar eru taldir geta flogið hundruð kílómetra. Viðtöl blaðamanna benda einnig til þess að Úkraínumenn séu að auka framleiðslu á þessum drónum með því markmiði að gera tíðari árásir í Rússlandi. Minnst tólf borgara eru sagðir hafa fallið í árásum Rússa á Úkraínu í gær og fleiri en hundrað munu hafa særst. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu Rússnesk stjórnvöld fullyrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuðborginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í árásinni. 28. júlí 2023 08:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Rússlands voru tveir drónar skotnir niður fyrir utan Moskvu í morgun en minnst einn dróni hæfði háhýsi í Moskvu sem hýsir skrifstofur nokkurra ráðuneyta. Rússar segja að búið hafi verið að trufla innra kerfi drónans og hann hafi brotlent á byggingunni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort einhver lét lífið eða særðist, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þetta er í minnst fjórða sinn á rúmri viku sem árásir af þessu tagi eru gerðar í Moskvu, samkvæmt New York Times. Sambærileg árás var gerð á sunnudaginn en þá segjast Rússar hafa skotið niður einn dróna og að einn til viðbótar hafi brotlent. Þá sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, að stríðið í Úkraínu væri að færast til Rússlands. Sjá einnig: „Stríðið færist til Rússlands“ Ráðamenn í Úkraínu viðurkenna sjaldan sem aldrei árásir sem þessar. New York Times segir þó að minnst þrjár mismunandi tegundir úkraínskra dróna hafi verið notaðar til árása í Rússlandi og þar á meðal í Moskvu. Blaðamenn miðilsins greindu myndefni frá Úkraínu en drónar sem sjást þar eru taldir geta flogið hundruð kílómetra. Viðtöl blaðamanna benda einnig til þess að Úkraínumenn séu að auka framleiðslu á þessum drónum með því markmiði að gera tíðari árásir í Rússlandi. Minnst tólf borgara eru sagðir hafa fallið í árásum Rússa á Úkraínu í gær og fleiri en hundrað munu hafa særst.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu Rússnesk stjórnvöld fullyrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuðborginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í árásinni. 28. júlí 2023 08:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13
„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00
Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu Rússnesk stjórnvöld fullyrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuðborginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í árásinni. 28. júlí 2023 08:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37