Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 13:26 Frá mótmælum í Níger en þau hafa að miklu leyti snúist um Frakkland. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að flytja franska borgara og aðra Evrópubúa frá Níger. Áætlað er að nokkur hundruð Frakkar séu í landinu en það var áður frönsk nýlenda og Frakkar hafa aðstoðað yfirvöld gegn vígahópum sem eru nokkuð umsvifamiklir á Sahel-svæðinu svokallaða. France24 hefur eftir utanríkisráðherra Frakklands að samkomulag sé til staðar um að flytja franska borgara á brott. Yfirvöld í Þýskalandi hafa ráðlagt Þjóðverjum að flýja einnig. Herforingjar nígerska hersins fangelsuðu í síðustu viku Mohamed Bazoum, forseta landsins, og tóku völd. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, sögðu um helgina að herstjórnin í Níger hefði viku til að gefa Bazoum völd aftur, annars kæmu hernaðaraðgerðir til greina. Er þar helst um Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín að ræða. Sjá einnig: Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Það eru herforingjar Búrkína Fasó og Malí ósáttir við og hóta þeir nú að koma herforingjum Níger til aðstoðar verði gripið til hernaðaraðgerða gegn þeim. Herforingjastjórnir ríkjanna fordæmdu einnig viðskiptaþvinganir sem önnur Vestur-Afríkuríki hafa beitt Níger. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Sjá einnig: Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Tæplega 25 milljónir manna búa í Níger en þar er mikil fátækt. Yfirvöld í Níger hafa lengi reitt sig á fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum ríkjum en sú aðstoð er í hættu. Bandaríkjamenn segja að gangi valdaránið upp verði tekið til skoðunar að hætta aðstoðinni. Lýðræði sé skilyrði fyrir henni. Níger Búrkína Fasó Malí Frakkland Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að flytja franska borgara og aðra Evrópubúa frá Níger. Áætlað er að nokkur hundruð Frakkar séu í landinu en það var áður frönsk nýlenda og Frakkar hafa aðstoðað yfirvöld gegn vígahópum sem eru nokkuð umsvifamiklir á Sahel-svæðinu svokallaða. France24 hefur eftir utanríkisráðherra Frakklands að samkomulag sé til staðar um að flytja franska borgara á brott. Yfirvöld í Þýskalandi hafa ráðlagt Þjóðverjum að flýja einnig. Herforingjar nígerska hersins fangelsuðu í síðustu viku Mohamed Bazoum, forseta landsins, og tóku völd. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, sögðu um helgina að herstjórnin í Níger hefði viku til að gefa Bazoum völd aftur, annars kæmu hernaðaraðgerðir til greina. Er þar helst um Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín að ræða. Sjá einnig: Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Það eru herforingjar Búrkína Fasó og Malí ósáttir við og hóta þeir nú að koma herforingjum Níger til aðstoðar verði gripið til hernaðaraðgerða gegn þeim. Herforingjastjórnir ríkjanna fordæmdu einnig viðskiptaþvinganir sem önnur Vestur-Afríkuríki hafa beitt Níger. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Sjá einnig: Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Tæplega 25 milljónir manna búa í Níger en þar er mikil fátækt. Yfirvöld í Níger hafa lengi reitt sig á fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum ríkjum en sú aðstoð er í hættu. Bandaríkjamenn segja að gangi valdaránið upp verði tekið til skoðunar að hætta aðstoðinni. Lýðræði sé skilyrði fyrir henni.
Níger Búrkína Fasó Malí Frakkland Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07