Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:31 Hestarnir fóru allir í íslenskum ullarsokkum í flugið í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. Bílar með hestakerrum voru áberandi á Cargo flugsvæðinu við Leifsstöð síðdegis í gær þegar komið var með keppnishestana og þeir settir í sérstaka gáma fyrir flugið. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst. „Við erum að sjá um pappírsvinnu og dýralæknapappíra og allt sem því fylgir og svona að reyna að leiðsegja fólki eins og við getum og miðla okkar reynslu af því,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytjandi og ræktandi íslenskra hesta á Grænhóli í Ölfusi og bætir við. Kristbjörg Eyvindsdóttir útflytjandi og ræktandi á Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn þetta mót og ef vel tekst til þá er þetta bara mjög stór markaðssetning, sem fylgir þessu.” Það vakti athygli að allir hestarnir voru klæddir í ullarsokka en það var gert til að verja hófana þeirra og fætur í fluginu. Og auðvitað er erfitt að kveðja hestana í gær. „Jú, þetta eru mikil tilfinningamál, blendnar tilfinningar. Það er nú það erfiða við þetta allt, hitt er hugmyndafræðin á bak við þetta og verkefnin eru frábær en það erfiða er að kveðja,” segir Daníel Gunnarsson knapi á Einingu frá Einhamri. Daníel Gunnarsson, sem mun keppa á Einingu frá Einhamri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er svona súrsætt en þetta er á sama tíma ótrúlega skemmtilegt en líka mjög erfitt. Þetta er samt bara partur af leiknum núna og eitthvað, sem maður er búin að sætta sig við líka,” segir Glódís Rún Sigurðardóttir knapi á Sölku frá Efri Brún. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem keppir á Sölku frá Efri Brún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Benedikt Ólafsson mun keppa á Leiru Björk frá Naustum III en hann keypti merina fyrir fermingarpeninginn sinn á sínum tíma. „Já, hún er búin að margfaldast í verði, sem er mjög gaman og ég greinilega mjög góð viðskipti að kaupa hana á sínum tíma,” segir Benedikt alsæll. Benedikt Ólafsson, sem mun keppa á Leiru Björk frá Naustum IIIMagnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið fluttur út eins dýr hestafarmur og í gærkvöldi. Rætt var um það á staðnum að andvirði hestanna gæti verið einhverjar 250 til 300 milljónir króna þó engin hefði viljað staðfesta þær tölur. „Það eru nokkrar kúlur svona til að leika sér með. Flestir hestarnir eru seldir þannig að staðan er bara virkilega góð og mjög spennandi tímar fram undan,” segir Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar LH. Grænhóli í Ölfusi. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel fór um hestana í gámunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Hestar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Bílar með hestakerrum voru áberandi á Cargo flugsvæðinu við Leifsstöð síðdegis í gær þegar komið var með keppnishestana og þeir settir í sérstaka gáma fyrir flugið. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst. „Við erum að sjá um pappírsvinnu og dýralæknapappíra og allt sem því fylgir og svona að reyna að leiðsegja fólki eins og við getum og miðla okkar reynslu af því,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytjandi og ræktandi íslenskra hesta á Grænhóli í Ölfusi og bætir við. Kristbjörg Eyvindsdóttir útflytjandi og ræktandi á Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn þetta mót og ef vel tekst til þá er þetta bara mjög stór markaðssetning, sem fylgir þessu.” Það vakti athygli að allir hestarnir voru klæddir í ullarsokka en það var gert til að verja hófana þeirra og fætur í fluginu. Og auðvitað er erfitt að kveðja hestana í gær. „Jú, þetta eru mikil tilfinningamál, blendnar tilfinningar. Það er nú það erfiða við þetta allt, hitt er hugmyndafræðin á bak við þetta og verkefnin eru frábær en það erfiða er að kveðja,” segir Daníel Gunnarsson knapi á Einingu frá Einhamri. Daníel Gunnarsson, sem mun keppa á Einingu frá Einhamri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er svona súrsætt en þetta er á sama tíma ótrúlega skemmtilegt en líka mjög erfitt. Þetta er samt bara partur af leiknum núna og eitthvað, sem maður er búin að sætta sig við líka,” segir Glódís Rún Sigurðardóttir knapi á Sölku frá Efri Brún. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem keppir á Sölku frá Efri Brún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Benedikt Ólafsson mun keppa á Leiru Björk frá Naustum III en hann keypti merina fyrir fermingarpeninginn sinn á sínum tíma. „Já, hún er búin að margfaldast í verði, sem er mjög gaman og ég greinilega mjög góð viðskipti að kaupa hana á sínum tíma,” segir Benedikt alsæll. Benedikt Ólafsson, sem mun keppa á Leiru Björk frá Naustum IIIMagnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið fluttur út eins dýr hestafarmur og í gærkvöldi. Rætt var um það á staðnum að andvirði hestanna gæti verið einhverjar 250 til 300 milljónir króna þó engin hefði viljað staðfesta þær tölur. „Það eru nokkrar kúlur svona til að leika sér með. Flestir hestarnir eru seldir þannig að staðan er bara virkilega góð og mjög spennandi tímar fram undan,” segir Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar LH. Grænhóli í Ölfusi. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel fór um hestana í gámunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Hestar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira