„Fáum í viku að vera bara til og okkur er fagnað fyrir það“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 10:00 Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp hinsegin einstaklinga í samfélaginu sem deildi sínum uppáhalds minningum af Hinsegin dögum. SAMSETT Hinsegin dagar eru gengnir í garð og má segja að líf, litagleði og sýnileiki einkenni borgina um þessar mundir. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í dag þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma einnig fögnuður. Í tilefni af því fékk Lífið á Vísi hinsegin fólk úr ólíkum áttum samfélagsins til að deila sínum uppáhalds minningum af Pride. Tilfinningin að tilheyra Mars Proppe, stærðfræðikennara og aktívisti: „Það sem gerir Pride vikuna að tilhlökkunarefni fyrir mig er þessi tilfinning að tilheyra. Sem opinber hinsegin manneskja fylgir því oft mikill einmanaleiki og ákveðin einangrun að vera oft eini eða einn af mjög fáum talsmönnum ákveðins hóps, hvort sem er innan hinsegin samfélagsins eða almenna samfélagsins. En á Pride falla allir þeir veggir niður og við fáum í viku að vera bara til, og okkur er fagnað fyrir það. Það er uppáhaldið mitt, bara þessi tilfinning að vera partur af öllu saman.“ View this post on Instagram A post shared by Mars (@marsproppe) „Mest mótandi gleði lífs míns“ Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifavaldur: „Ég á tvær Pride minningar sem eru mér mjög minnisstæðar: Árið er 2006 og ég er fimmtán ára lítill gothari frá Seyðisfirði í stórborgarferð í Reykjavík með vinum mínum. Það var fyrir tilviljun að ég var í bænum yfir Pride en ég stóð stjarfur á Laugaveginum að fylgjast með gleðinni, ég trúði ekki hvað ég var að horfa á. Allskonar skrautlegt og ekki skrautlegt fólk í göngunni, fjölskyldur með skilti sem stóð á „Ég elska son minn sem er hommi“ og önnur falleg skilaboð. Þetta breytti öllu fyrir mig. Ég vissi bara ekkert. Svo þetta var bara það magnaðasta upplifun, að upplifa samþykki bara að horfa á gönguna. Seinni minningin er aðeins flippaðri en hún er hreinlega ári seinna. Þar var ég búinn að kynnast strák sem ég var að kyssa og tvær vinkonur mínar voru með okkur alla helgina, báðar undir regnboganum. Við fórum í Bláa Lónið, fengum okkur húðflúr, allt var bara ógeðslega nýtt og gaman og stórkostlegt. Mínar bestu minningar frá Pride eru mest mótandi gleði lífs míns. Ég er mjög þakklátur fyrir þessa hátíð og hvað hún gaf mér þegar ég var að finna út úr því hver ég var.“ View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Táknrænt að fæða barn á Hinsegin dögum Ingileif Friðriksdóttir, framleiðandi, fjölmiðlakona og stofnandi Hinseginleikans: „Ég á svo margar góðar og fallegar minningar af Pride í gegnum tíðina og Hinsegin dagar hafa alltaf verið mér ótrúlega dýrmætir. Ég man fyrst eftir mér fylgjast með Gleðigöngunni fyrir utan húsið hennar ömmu minnar heitinnar sem bjó á Laugavegi þegar ég var enn í kerru. Allt svo litskrúðugt og spennandi fyrir lítil augu. Fyrir tíu árum gekk ég svo gönguna í fyrsta sinn sem þátttakandi en ekki áhorfandi. Ég var samt bara komin með annan fótinn út úr skápnum en ég held að það hafi verið ágætis vísbending fyrir fólkið mitt hversu spennt ég var að taka þátt. Ég tók svo endanlega skrefið út nokkrum vikum seinna sem var án alls vafa besta ákvörðun lífs míns. Síðan þá hef ég alltaf mætt, annað hvort sem þátttakandi eða áhorfandi. Með einni undantekningu þó, en fyrir fjórum árum vorum við María konan mín nýkomnar heim af fæðingardeildinni með strákinn okkar sem fæddist á Hinsegin dögum. Það var mjög táknrænt fyrir okkar fjölskyldu og við fylgdumst með í fjarska það árið með nýfædda regnbogabarnið okkar. Á síðasta ári tilkynntum við svo fólkinu okkar á Hinsegin dögum að það væri von á nýjum fjölskyldumeðlimi þar sem við höfðum komist að því skömmu áður að ég væri ólétt. Þessi hátíð hefur því alltaf verið okkur fjölskyldunni einstaklega mikilvæg og ég hlakka mikið til að taka þátt í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Ingileif Friðriksdo ttir (@ingileiff) Fyllti í öll helstu boxin Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, lögfræðingur, plötusnúður og aktívisti: „Uppáhalds Pride minningin mín er frá Pride í fyrra. Þetta var fyrsta árið þar sem ég var opinberlega komin út og ég gekk gönguna með kærustunni minni utan í vagninum hans Palla þar sem vinir mínir voru að dansa. Við enduðum gönguna okkar í portinu hjá BakaBaka og DJ-uðum þar og á Húrra um kvöldið fyrir Club Soda sem gerði daginn enn betri. Hittum þar fjölskyldu og vini sem fögnuðu ástinni með okkur og dönsuðu með okkur inn í nóttina. Þetta fyllti þannig í öll helstu boxin; góð tónlist, dans, gleði, fjölskylda, vinir og nóg af ást og hamingju sem var allt saman einstaklega fallegt eftir bakslögin í hinsegin baráttunni mánuðina á undan og ég hlakka til að skapa fleiri fallegar Pride minningar í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Kolbru n Birna Hallgr Bachmann (@kolbrnbirn) Hamingjan sem skín úr andlitum fólks Sandra Sigurðardóttir, landsliðskona: „Ég á enga eina sérstaka minningu sem er eftirminnilegri en önnur en heilt yfir finnst mér bara svo dásamlegt að sjá allt þetta fólk samankomið niður í bæ að fagna fjölbreytileikanum, ástinni og sjá alla gleðina og hamingjuna sem skín úr andlitum fólks.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Sigurdardottir (@sandrasig) Gleðigangan Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Tilfinningin að tilheyra Mars Proppe, stærðfræðikennara og aktívisti: „Það sem gerir Pride vikuna að tilhlökkunarefni fyrir mig er þessi tilfinning að tilheyra. Sem opinber hinsegin manneskja fylgir því oft mikill einmanaleiki og ákveðin einangrun að vera oft eini eða einn af mjög fáum talsmönnum ákveðins hóps, hvort sem er innan hinsegin samfélagsins eða almenna samfélagsins. En á Pride falla allir þeir veggir niður og við fáum í viku að vera bara til, og okkur er fagnað fyrir það. Það er uppáhaldið mitt, bara þessi tilfinning að vera partur af öllu saman.“ View this post on Instagram A post shared by Mars (@marsproppe) „Mest mótandi gleði lífs míns“ Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifavaldur: „Ég á tvær Pride minningar sem eru mér mjög minnisstæðar: Árið er 2006 og ég er fimmtán ára lítill gothari frá Seyðisfirði í stórborgarferð í Reykjavík með vinum mínum. Það var fyrir tilviljun að ég var í bænum yfir Pride en ég stóð stjarfur á Laugaveginum að fylgjast með gleðinni, ég trúði ekki hvað ég var að horfa á. Allskonar skrautlegt og ekki skrautlegt fólk í göngunni, fjölskyldur með skilti sem stóð á „Ég elska son minn sem er hommi“ og önnur falleg skilaboð. Þetta breytti öllu fyrir mig. Ég vissi bara ekkert. Svo þetta var bara það magnaðasta upplifun, að upplifa samþykki bara að horfa á gönguna. Seinni minningin er aðeins flippaðri en hún er hreinlega ári seinna. Þar var ég búinn að kynnast strák sem ég var að kyssa og tvær vinkonur mínar voru með okkur alla helgina, báðar undir regnboganum. Við fórum í Bláa Lónið, fengum okkur húðflúr, allt var bara ógeðslega nýtt og gaman og stórkostlegt. Mínar bestu minningar frá Pride eru mest mótandi gleði lífs míns. Ég er mjög þakklátur fyrir þessa hátíð og hvað hún gaf mér þegar ég var að finna út úr því hver ég var.“ View this post on Instagram A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) Táknrænt að fæða barn á Hinsegin dögum Ingileif Friðriksdóttir, framleiðandi, fjölmiðlakona og stofnandi Hinseginleikans: „Ég á svo margar góðar og fallegar minningar af Pride í gegnum tíðina og Hinsegin dagar hafa alltaf verið mér ótrúlega dýrmætir. Ég man fyrst eftir mér fylgjast með Gleðigöngunni fyrir utan húsið hennar ömmu minnar heitinnar sem bjó á Laugavegi þegar ég var enn í kerru. Allt svo litskrúðugt og spennandi fyrir lítil augu. Fyrir tíu árum gekk ég svo gönguna í fyrsta sinn sem þátttakandi en ekki áhorfandi. Ég var samt bara komin með annan fótinn út úr skápnum en ég held að það hafi verið ágætis vísbending fyrir fólkið mitt hversu spennt ég var að taka þátt. Ég tók svo endanlega skrefið út nokkrum vikum seinna sem var án alls vafa besta ákvörðun lífs míns. Síðan þá hef ég alltaf mætt, annað hvort sem þátttakandi eða áhorfandi. Með einni undantekningu þó, en fyrir fjórum árum vorum við María konan mín nýkomnar heim af fæðingardeildinni með strákinn okkar sem fæddist á Hinsegin dögum. Það var mjög táknrænt fyrir okkar fjölskyldu og við fylgdumst með í fjarska það árið með nýfædda regnbogabarnið okkar. Á síðasta ári tilkynntum við svo fólkinu okkar á Hinsegin dögum að það væri von á nýjum fjölskyldumeðlimi þar sem við höfðum komist að því skömmu áður að ég væri ólétt. Þessi hátíð hefur því alltaf verið okkur fjölskyldunni einstaklega mikilvæg og ég hlakka mikið til að taka þátt í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Ingileif Friðriksdo ttir (@ingileiff) Fyllti í öll helstu boxin Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, lögfræðingur, plötusnúður og aktívisti: „Uppáhalds Pride minningin mín er frá Pride í fyrra. Þetta var fyrsta árið þar sem ég var opinberlega komin út og ég gekk gönguna með kærustunni minni utan í vagninum hans Palla þar sem vinir mínir voru að dansa. Við enduðum gönguna okkar í portinu hjá BakaBaka og DJ-uðum þar og á Húrra um kvöldið fyrir Club Soda sem gerði daginn enn betri. Hittum þar fjölskyldu og vini sem fögnuðu ástinni með okkur og dönsuðu með okkur inn í nóttina. Þetta fyllti þannig í öll helstu boxin; góð tónlist, dans, gleði, fjölskylda, vinir og nóg af ást og hamingju sem var allt saman einstaklega fallegt eftir bakslögin í hinsegin baráttunni mánuðina á undan og ég hlakka til að skapa fleiri fallegar Pride minningar í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Kolbru n Birna Hallgr Bachmann (@kolbrnbirn) Hamingjan sem skín úr andlitum fólks Sandra Sigurðardóttir, landsliðskona: „Ég á enga eina sérstaka minningu sem er eftirminnilegri en önnur en heilt yfir finnst mér bara svo dásamlegt að sjá allt þetta fólk samankomið niður í bæ að fagna fjölbreytileikanum, ástinni og sjá alla gleðina og hamingjuna sem skín úr andlitum fólks.“ View this post on Instagram A post shared by Sandra Sigurdardottir (@sandrasig)
Gleðigangan Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira