Færeyjar á undan Íslandi að tryggja sér lið í Evrópukeppni Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 07:59 Leikmenn KÍ fagna eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Häcken í gærkvöld, eftir framlengdan 3-3 leik. EPA/Adam Ihse Það ríkir þjóðhátíðarstemning í Færeyjum eftir tímamótasigur KÍ frá Klaksvík í einvíginu við Svíþjóðarmeistara Häcken í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Sigurinn kemur KÍ í 3. umferð, þar sem liðið mætir Noregsmeisturum Molde, en sigurinn hefur jafnframt í för með sér að sama hvernig fer þá mun færeyskt lið spila í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum þremur. Hálfur milljarður í kassann Þannig hefur KÍ þegar tryggt sér að lágmarki 425 milljónir íslenskra króna endi liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, lægst skrifuðu Evrópukeppninnar (þar fást auk þess 72 milljónir fyrir hvern sigur og 24 milljónir fyrir jafntefli). Ef KÍ tapar gegn Molde fer liðið nefnilega í umspil um sæti í Evrópudeildinni, og ef það einvígi tapast einnig þá fer KÍ beint í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Færeysku meistararnir munu því enda í einhverri af Evrópukeppnunum þremur og eiga fyrir höndum afar áhugaverða mánuði með leikjum fram að jólum. Enn möguleikar fyrir tvö íslensk lið í ár Ísland bíður þess enn að íslenskt lið komist inn í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum og þarf enn að bíða eftir að Breiðablik tapaði gegn FC Kaupmannahöfn í gær. Hins vegar er enn von um að íslenskt lið spili í Evrópukeppni í haust. Blikar fá annað tækifæri í einvígi sínu við Zrinjski Mostar frá Bosníu sem hefst í næstu viku, og ef það einvígi tapast fara Blikar í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þá eru KA-menn 3-1 yfir í einvígi sínu við írska liðið Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, og geta tryggt sig áfram með góðri frammistöðu á Írlandi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Færeyski boltinn Tengdar fréttir „Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31 Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Sjá meira
Sigurinn kemur KÍ í 3. umferð, þar sem liðið mætir Noregsmeisturum Molde, en sigurinn hefur jafnframt í för með sér að sama hvernig fer þá mun færeyskt lið spila í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum þremur. Hálfur milljarður í kassann Þannig hefur KÍ þegar tryggt sér að lágmarki 425 milljónir íslenskra króna endi liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, lægst skrifuðu Evrópukeppninnar (þar fást auk þess 72 milljónir fyrir hvern sigur og 24 milljónir fyrir jafntefli). Ef KÍ tapar gegn Molde fer liðið nefnilega í umspil um sæti í Evrópudeildinni, og ef það einvígi tapast einnig þá fer KÍ beint í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Færeysku meistararnir munu því enda í einhverri af Evrópukeppnunum þremur og eiga fyrir höndum afar áhugaverða mánuði með leikjum fram að jólum. Enn möguleikar fyrir tvö íslensk lið í ár Ísland bíður þess enn að íslenskt lið komist inn í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum og þarf enn að bíða eftir að Breiðablik tapaði gegn FC Kaupmannahöfn í gær. Hins vegar er enn von um að íslenskt lið spili í Evrópukeppni í haust. Blikar fá annað tækifæri í einvígi sínu við Zrinjski Mostar frá Bosníu sem hefst í næstu viku, og ef það einvígi tapast fara Blikar í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þá eru KA-menn 3-1 yfir í einvígi sínu við írska liðið Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, og geta tryggt sig áfram með góðri frammistöðu á Írlandi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Færeyski boltinn Tengdar fréttir „Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31 Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Sjá meira
„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31
Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti