Fótbolti

Buf­fon stað­festir að hann sé hættur og kveður með til­finninga­þrungnu mynd­bandi

Siggeir Ævarsson skrifar
Gianluigi Buffon fagnar eftir leik með Juventus þar sem hann lék í 17 tímabil
Gianluigi Buffon fagnar eftir leik með Juventus þar sem hann lék í 17 tímabil nordicphotos/getty

Fréttir af því að Gianlugi Buffon væri að hætta í fótbolta kvissuðust út áður en hann eða lið hans, Parma, tilkynntu formlega að hann væri að hætta, en hinn 45 ára markvörður átti ár eftir af samningi sínum við liðið.

Buffon staðfesti fréttirnar sjálfur formlega í gær og deildi tilfinningaþrungnu myndbandi og eftirfarandi texta:

„Þá það það búið! Þið gáfuð mér allt. Ég gaf ykkur allt. Við gerðum þetta saman.“

Buffon á að baki einhvern farsælasta feril allra fótboltamanna en hann vann alls 27 titla. Í 1.151 keppnisleik á ferlinum hélt hann hreinu marki sínu hreinu 506 sinnum.

Nánar var farið yfir feril Buffon hér á Vísi í fyrradag.


Tengdar fréttir

Gianlugi Buffon leggur hanskana á hilluna

Ítalski markvörðurinn og goðsögnin Gianlugi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir langan og farsælan feril. Buffon, sem varð 45 ára í janúar, lék yfir 1.100 keppnisleiki á 28 ára ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×