Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 07:29 Reynir Ólafsson, úr skátafélaginu Skjöldungum, er á meðal íslensku skátanna sem eru á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu. Hann virðist ekki láta hitann á sig fá. Sigrún María Bjarnadóttir/Selma Björk Hauksdóttir Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja. Þar segir að ákveðið hafi verið að rýma mótsvæðið í Suður-Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga og stefnir beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og þá þurfi að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu. Íslenski hópurinn taki fréttum af fellibylnum af yfirvegun en hafi þó tekið ákvörðun um að yfirgefa svæðið strax í kvöld til að forðast mögulega óreiðu sem gæti skapast á morgun. Það henti hópnum einnig betur að pakka og ganga frá þegar sólin er ekki eins hátt á lofti. Það má segja að fellibylurinn sé punkturinn yfir i-ið á mótinu sem hefur gengið ansi brösulega fyrir sig. Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið mótsgesti á mótinu og yfir hundrað þátttakendur hafa örmagnast í hitanum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Mótið átti að fara fram frá 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Í fyrradag yfirgáfu bandarískir og breskir skátar mótið vegna bágra aðstæðna en svo virðist sem svæðið hafi ekki höndlað að taka á móti þeim 50 þúsund skátum sem mættu til leiks. Yfirveguð en ætla fyrr heim Þá segir að íslenska fararstjórnin, með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta, hafi verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á sjálfu mótssvæðinu. Þau herbergi komi nú að góðum notum. Það hafi því verið auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul. Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu en þjóðirnar munu halda hópinn í Seoul. Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við fararstjóra íslenska hópsins í fyrradag. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Skátar Tengdar fréttir Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja. Þar segir að ákveðið hafi verið að rýma mótsvæðið í Suður-Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga og stefnir beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og þá þurfi að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu. Íslenski hópurinn taki fréttum af fellibylnum af yfirvegun en hafi þó tekið ákvörðun um að yfirgefa svæðið strax í kvöld til að forðast mögulega óreiðu sem gæti skapast á morgun. Það henti hópnum einnig betur að pakka og ganga frá þegar sólin er ekki eins hátt á lofti. Það má segja að fellibylurinn sé punkturinn yfir i-ið á mótinu sem hefur gengið ansi brösulega fyrir sig. Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið mótsgesti á mótinu og yfir hundrað þátttakendur hafa örmagnast í hitanum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Mótið átti að fara fram frá 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Í fyrradag yfirgáfu bandarískir og breskir skátar mótið vegna bágra aðstæðna en svo virðist sem svæðið hafi ekki höndlað að taka á móti þeim 50 þúsund skátum sem mættu til leiks. Yfirveguð en ætla fyrr heim Þá segir að íslenska fararstjórnin, með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta, hafi verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á sjálfu mótssvæðinu. Þau herbergi komi nú að góðum notum. Það hafi því verið auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul. Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu en þjóðirnar munu halda hópinn í Seoul. Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við fararstjóra íslenska hópsins í fyrradag.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Skátar Tengdar fréttir Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22