Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:00 Það er mikilvægt að vera ekki í vörn þegar við erum í atvinnuleit eftir langt hlé frá vinnumarkaði. Enda ekkert óalgengt og frekar að undirbúa okkur vel og tala upp þann tíma sem við vorum ekki að vinna. Því oft er þetta tími sem efldi okkur á ýmsa vegu. Vísir/Getty Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma. Þá erum við sem betur fer farin að tala meira um heilsu og vandamálum heilsutengdum. Til dæmis kulnun, sem ýmist getur leitt til þess að fólk leiti í endurhæfingu hjá VIRK eða vinni í sínum málum sjálfstætt. Hver svo sem ástæðan er, snýst stærsta atriðið fyrir endurkomuna um það að undirbúa okkur vel. Ekki aðeins eykur það líkurnar á að atvinnuleitin gangi betur, heldur eru meiri líkur en minni á að magahnúturinn verði okkur ekki ofviða. Því hér skiptir líka svo miklu máli að vera vongóð og bjartsýn, frekar en svartsýn og uppfull af kvíða eða efasemdum. Við skulum því rýna í nokkur góð ráð. Hvað viltu og hvað hefur breyst? Það fyrsta sem við ættum að gera er að skerpa fókusinn okkar. Ætlunin er að fara aftur á vinnumarkaðinn en hvað þýðir það nákvæmlega? Hvernig starf langar okkur í, hvað hentar okkur best miðað við menntun, reynslu, fjölskylduaðstæður, áhugamál, ástríðu og svo framvegis? Það er alls ekkert sjálfgefið að ætla sér að fara aftur í sambærilegt starf og áður. Mjög líklega hefur ýmislegt breyst hjá okkur. Mögulega viljum við til dæmis fara í starf sem felur í sér sveigjanlegri eða öðruvísi vinnutíma, er minna álagstengt, felur í sér öðruvísi verkefni eða ábyrgð og svo framvegis. Þegar við setjumst niður yfir þessu atriði er gott að núllstilla okkur og hugsa út frá því hvað tilfinningarnar okkar og innsæið er að segja okkur miðað við stöðuna í dag. Vinnumarkaðurinnn og ferilskráin Næst er síðan að velta fyrir sér stöðunni á vinnumarkaðinum. Hvaða störf eru í boði, hvaða geirar eru að auglýsa mest og svo framvegis. Gott er að vinna vel að góðri ferilskrá en gera ráð fyrir því að með henni fylgi alltaf gott kynningabréf. Í kynningabréfinu getur þú stuttlega skýrt út hvers vegna þú hefur ekki verið á vinnumarkaði um tíma, en passaðu þig samt á því að leggja meiri áherslu á styrkleikana þína og kosti, en ekki hvað leiddi til þess að þú varst ekki að vinna um tíma. Hér er mikilvægt að verða ekki of upptekin í því að skýra út eða fara í vörn vegna þess að við erum ekki búin að vera á vinnumarkaði um tíma. Ekki tala niður þann tíma sem þú hefur verið án atvinnu. Leggðu frekar áherslu á að segja frá því hvernig þú nýttir þann tíma, til dæmis í sjálfseflingu eða að læra eitthvað nýtt og svo framvegis. Því næsti vinnuveitandi vill fyrst og fremst horfa til framtíðarinnar með þér en ekki fortíðar eða það sem eitt sem gerðist eða var. Tengslanetið, samfélagsmiðlar, vinir og vandamenn Næst er að punkta niður hvernig þú getur nýtt þér tengslanetið, samfélagsmiðla, vini og vandamenn til að hjálpa þér með atvinnuleitina. Það getur verið mjög gott að tala við fólk um atvinnuleitina, láta vita af þér og leita ráða ef svo ber undir. Þessi samtöl geta verið óformleg og þægileg og engin ástæða til að setja sig í sérstakar stellingar. Því oft þarf ekki annað en að hitta kunningja út í búð, heilsa, spjalla og slá því fram í leiðinni að þú sért í atvinnuleit. Sömuleiðis er mjög mismunandi hvort fólk lætur vita á samfélagsmiðlunum sínum eða ekki, að það sé að leita nýrra tækifæra. Vertu opin/n fyrir nýjungum Sú staða gæti komið upp að fyrsta tilboðið sem þú færð er allt öðruvísi en þú ætlaðir þér. Gott er að undirbúa sig undir þetta huglægt. Hvernig ætlar þú til dæmis að bregðast við ef eitthvað óvænt tilboð berst? Sem felur kannski í sér hlutastarf, minna ábyrgðarsvið en þú ætlaðir og svo framvegis? Ætlar þú að vera opin/n fyrir því að skoða allt, eða ekki? Eins er giggaraumhverfið að síeflast um allan heim. Það felur í sér að fólk starfar sjálfstætt í verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir, en er ekki fastráðið sem launastarfsfólk. Er þetta umhverfi sem myndi henta þér? Þá er gott að undirbúa okkur huglægt undir það að atvinnuleitin taki tíma. Að örvænta eða verða svartsýn ef hlutirnir ganga hægar en við óskum okkur gagnast ekki. Frekar er að gera alltaf ráð fyrir að eitthvað gott gerist, þótt það taki tíma. Þjálfun og æfingar Þá er það staðreynd að því betur sem við erum undirbúin undir atvinnuviðtalið sjálft, því betur gengur okkur. Það er því full ástæða til að æfa okkur formlega með einhvers konar lyfturæðu þar sem við kynnum okkur. Gott er að æfa okkur upphátt en ekki aðeins í hljóði. Þá er líka hægt að taka málin skrefinu lengra og athuga til dæmis hvort einn til tveir tímar hjá markþjálfa gætu hjálpað okkur. Markþjálfi er líka líklegur til að hjálpa okkur að skerpa á fókusnum ef miðað við breyttar aðstæður í atvinnuleitinni. Annað atriði sem er ágætt að hafa í huga er að góðar myndir af okkur sjálfum eru sagðar valdeflandi. Liður í því að undirbúa okkur gæti því verið að fara yfir myndir af okkur og ef við eigum ekki nógu góðar eða nýjar myndir fyrir ferilskránna, er um að gera að nýta tímann núna og taka nokkrar góðar myndir. Sjálf eða með aðstoð vina. Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þá erum við sem betur fer farin að tala meira um heilsu og vandamálum heilsutengdum. Til dæmis kulnun, sem ýmist getur leitt til þess að fólk leiti í endurhæfingu hjá VIRK eða vinni í sínum málum sjálfstætt. Hver svo sem ástæðan er, snýst stærsta atriðið fyrir endurkomuna um það að undirbúa okkur vel. Ekki aðeins eykur það líkurnar á að atvinnuleitin gangi betur, heldur eru meiri líkur en minni á að magahnúturinn verði okkur ekki ofviða. Því hér skiptir líka svo miklu máli að vera vongóð og bjartsýn, frekar en svartsýn og uppfull af kvíða eða efasemdum. Við skulum því rýna í nokkur góð ráð. Hvað viltu og hvað hefur breyst? Það fyrsta sem við ættum að gera er að skerpa fókusinn okkar. Ætlunin er að fara aftur á vinnumarkaðinn en hvað þýðir það nákvæmlega? Hvernig starf langar okkur í, hvað hentar okkur best miðað við menntun, reynslu, fjölskylduaðstæður, áhugamál, ástríðu og svo framvegis? Það er alls ekkert sjálfgefið að ætla sér að fara aftur í sambærilegt starf og áður. Mjög líklega hefur ýmislegt breyst hjá okkur. Mögulega viljum við til dæmis fara í starf sem felur í sér sveigjanlegri eða öðruvísi vinnutíma, er minna álagstengt, felur í sér öðruvísi verkefni eða ábyrgð og svo framvegis. Þegar við setjumst niður yfir þessu atriði er gott að núllstilla okkur og hugsa út frá því hvað tilfinningarnar okkar og innsæið er að segja okkur miðað við stöðuna í dag. Vinnumarkaðurinnn og ferilskráin Næst er síðan að velta fyrir sér stöðunni á vinnumarkaðinum. Hvaða störf eru í boði, hvaða geirar eru að auglýsa mest og svo framvegis. Gott er að vinna vel að góðri ferilskrá en gera ráð fyrir því að með henni fylgi alltaf gott kynningabréf. Í kynningabréfinu getur þú stuttlega skýrt út hvers vegna þú hefur ekki verið á vinnumarkaði um tíma, en passaðu þig samt á því að leggja meiri áherslu á styrkleikana þína og kosti, en ekki hvað leiddi til þess að þú varst ekki að vinna um tíma. Hér er mikilvægt að verða ekki of upptekin í því að skýra út eða fara í vörn vegna þess að við erum ekki búin að vera á vinnumarkaði um tíma. Ekki tala niður þann tíma sem þú hefur verið án atvinnu. Leggðu frekar áherslu á að segja frá því hvernig þú nýttir þann tíma, til dæmis í sjálfseflingu eða að læra eitthvað nýtt og svo framvegis. Því næsti vinnuveitandi vill fyrst og fremst horfa til framtíðarinnar með þér en ekki fortíðar eða það sem eitt sem gerðist eða var. Tengslanetið, samfélagsmiðlar, vinir og vandamenn Næst er að punkta niður hvernig þú getur nýtt þér tengslanetið, samfélagsmiðla, vini og vandamenn til að hjálpa þér með atvinnuleitina. Það getur verið mjög gott að tala við fólk um atvinnuleitina, láta vita af þér og leita ráða ef svo ber undir. Þessi samtöl geta verið óformleg og þægileg og engin ástæða til að setja sig í sérstakar stellingar. Því oft þarf ekki annað en að hitta kunningja út í búð, heilsa, spjalla og slá því fram í leiðinni að þú sért í atvinnuleit. Sömuleiðis er mjög mismunandi hvort fólk lætur vita á samfélagsmiðlunum sínum eða ekki, að það sé að leita nýrra tækifæra. Vertu opin/n fyrir nýjungum Sú staða gæti komið upp að fyrsta tilboðið sem þú færð er allt öðruvísi en þú ætlaðir þér. Gott er að undirbúa sig undir þetta huglægt. Hvernig ætlar þú til dæmis að bregðast við ef eitthvað óvænt tilboð berst? Sem felur kannski í sér hlutastarf, minna ábyrgðarsvið en þú ætlaðir og svo framvegis? Ætlar þú að vera opin/n fyrir því að skoða allt, eða ekki? Eins er giggaraumhverfið að síeflast um allan heim. Það felur í sér að fólk starfar sjálfstætt í verkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir, en er ekki fastráðið sem launastarfsfólk. Er þetta umhverfi sem myndi henta þér? Þá er gott að undirbúa okkur huglægt undir það að atvinnuleitin taki tíma. Að örvænta eða verða svartsýn ef hlutirnir ganga hægar en við óskum okkur gagnast ekki. Frekar er að gera alltaf ráð fyrir að eitthvað gott gerist, þótt það taki tíma. Þjálfun og æfingar Þá er það staðreynd að því betur sem við erum undirbúin undir atvinnuviðtalið sjálft, því betur gengur okkur. Það er því full ástæða til að æfa okkur formlega með einhvers konar lyfturæðu þar sem við kynnum okkur. Gott er að æfa okkur upphátt en ekki aðeins í hljóði. Þá er líka hægt að taka málin skrefinu lengra og athuga til dæmis hvort einn til tveir tímar hjá markþjálfa gætu hjálpað okkur. Markþjálfi er líka líklegur til að hjálpa okkur að skerpa á fókusnum ef miðað við breyttar aðstæður í atvinnuleitinni. Annað atriði sem er ágætt að hafa í huga er að góðar myndir af okkur sjálfum eru sagðar valdeflandi. Liður í því að undirbúa okkur gæti því verið að fara yfir myndir af okkur og ef við eigum ekki nógu góðar eða nýjar myndir fyrir ferilskránna, er um að gera að nýta tímann núna og taka nokkrar góðar myndir. Sjálf eða með aðstoð vina.
Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00
Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01
Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00