Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2023 20:04 Frosti að teyma Gjöf í hesthúsahverfinu í Grindavík. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa. Sylvía Sól Magnúsdóttir er mögnuð stelpa í Grindavík, sem er með nokkra hesta í hesthúsahverfi bæjarins og svo á hún hundinn Frosta, sem er þriggja ára. Mamma Sylvíu, Jóhanna er með hestaleigu þar sem alltaf er nóg að gera og hún er líka með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hryssan Gjöf er ansi mögnuð og Frosti ekki síður því þau fara daglega út að hlaupa saman og stundum nokkrum sinnum á dag. Hann er þá með taum hryssunnar í munninum. „Honum finnst mjög gaman að teyma hross yfirhöfuð. Ég á til dæmis myndband af honum gera þetta þegar hann var þriggja mánaða með Gjöf, þannig að hann hefur haft áhuga á þessu lengi,” segir Sylvía Sól. Frosti elskar að fara á hestbak á Gjöf. Hér eru þau með eiganda sínum, Sylvíu Sól Magnúsdóttur í Grindavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Frosti alltaf spenntur að fara út að hlaupa með hryssuna ? „Já, alltaf spenntur, maður sér það því ef maður setur múlinn á Gjöf þá er hann alltaf tilbúin að taka við taumnum.” Og hvað finnst hestunum um þetta? „Gjöf finnst þetta ekkert mál en þau taka þessu mismunandi, það eru ekkert allir sem geta þetta, ekki allir sem vilja láta hann teyma sig,” segir Sylvía Sól En þetta hlýtur að létta á þínum störfum að þurfa ekki að hreyfa hrossið jafn mikið ? „Já, það er fínt að geta sent hann bara út að skokka með hrossin”, segir hún hlægjandi. Sylvía Sól segir Frosta magnaðan og skemmtilegan hund. „Já, hann er mjög skemmtilegur og orkumikill hundur alveg fluggáfaður, rosalega fljótur að læra. Mér finnst það lýsa honum best. Svo finnst honum mjög gaman að fara á hestbak eins og mér,” segir Sylvía montinn með Frosta sinn. En hvað finnst mömmu Sylvíu um þessa hæfileika Frosta og Gjafar? „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að fylgjast með þeim og Sylvíu og hundinum saman, þau eru bara eitt. Hryssan er líka bara einstök að leyfa Frosta þetta, ég myndi ekki treysta hvaða hesti, sem er að fara með honum, það yrði örugglega akkúrat í hina áttina,” segir Jóhanna Harðardóttir. Jóhanna mamma Sylvíu er mjög stolt af henni og því, sem hún hefur kennt Frosta og hestunum, ekki síst henni Gjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki allt búið því Sylvía hefur kennt Gjöf að brosa þegar hún biður hana um það og fær hún hryssan sérstök verðlaun í staðinn. Það er gott að brosa hvort sem þú ert hestur eða maður eins og Gjöf sýnir hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að kenna Gjöf að "brosa" enda sé hún æðisleg hryssa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Hestar Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sylvía Sól Magnúsdóttir er mögnuð stelpa í Grindavík, sem er með nokkra hesta í hesthúsahverfi bæjarins og svo á hún hundinn Frosta, sem er þriggja ára. Mamma Sylvíu, Jóhanna er með hestaleigu þar sem alltaf er nóg að gera og hún er líka með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hryssan Gjöf er ansi mögnuð og Frosti ekki síður því þau fara daglega út að hlaupa saman og stundum nokkrum sinnum á dag. Hann er þá með taum hryssunnar í munninum. „Honum finnst mjög gaman að teyma hross yfirhöfuð. Ég á til dæmis myndband af honum gera þetta þegar hann var þriggja mánaða með Gjöf, þannig að hann hefur haft áhuga á þessu lengi,” segir Sylvía Sól. Frosti elskar að fara á hestbak á Gjöf. Hér eru þau með eiganda sínum, Sylvíu Sól Magnúsdóttur í Grindavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Frosti alltaf spenntur að fara út að hlaupa með hryssuna ? „Já, alltaf spenntur, maður sér það því ef maður setur múlinn á Gjöf þá er hann alltaf tilbúin að taka við taumnum.” Og hvað finnst hestunum um þetta? „Gjöf finnst þetta ekkert mál en þau taka þessu mismunandi, það eru ekkert allir sem geta þetta, ekki allir sem vilja láta hann teyma sig,” segir Sylvía Sól En þetta hlýtur að létta á þínum störfum að þurfa ekki að hreyfa hrossið jafn mikið ? „Já, það er fínt að geta sent hann bara út að skokka með hrossin”, segir hún hlægjandi. Sylvía Sól segir Frosta magnaðan og skemmtilegan hund. „Já, hann er mjög skemmtilegur og orkumikill hundur alveg fluggáfaður, rosalega fljótur að læra. Mér finnst það lýsa honum best. Svo finnst honum mjög gaman að fara á hestbak eins og mér,” segir Sylvía montinn með Frosta sinn. En hvað finnst mömmu Sylvíu um þessa hæfileika Frosta og Gjafar? „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að fylgjast með þeim og Sylvíu og hundinum saman, þau eru bara eitt. Hryssan er líka bara einstök að leyfa Frosta þetta, ég myndi ekki treysta hvaða hesti, sem er að fara með honum, það yrði örugglega akkúrat í hina áttina,” segir Jóhanna Harðardóttir. Jóhanna mamma Sylvíu er mjög stolt af henni og því, sem hún hefur kennt Frosta og hestunum, ekki síst henni Gjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki allt búið því Sylvía hefur kennt Gjöf að brosa þegar hún biður hana um það og fær hún hryssan sérstök verðlaun í staðinn. Það er gott að brosa hvort sem þú ert hestur eða maður eins og Gjöf sýnir hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að kenna Gjöf að "brosa" enda sé hún æðisleg hryssa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Hestar Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira