Örtröð og tómar hillur á rýmingarsölu Krónunnar Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 7. ágúst 2023 20:28 Alexander segir gaman að sjá að fólk hafi nýtt sér afsláttinn. Stöð 2 Örtröð myndaðist í verslun Krónunnar á Granda í dag þar sem rýmingarsala fór fram. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist verslunarstjóri eiga von á því að allar hillur verði tómar í kvöld. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir í verslun Krónunnar úti á Granda. Verslunin verður lokuð meðan á breytingum stendur og því var haldin rýmingarsala í dag, þar sem allar vörur voru á 25 prósent afslætti. „Við erum að fara í risastórar breytingar hér, frá gólfefni upp í lýsingu og allskonar nýtt. Kælitæki að koma og frystitæki og jafnvel opnun nokkurra veitingastaða inni. Það verður svaka breyting og upplifun viðskiptavina verður töluvert betri eftir þessar breytingar,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Viðskiptavinir létu ekki sitt eftir liggja við aðstoð á rýmingu verslunarinnar. „Það var metmæting klukkan níu. Það hefur aldrei sést. Það er nóg að gera,“ segir Alexander. Eru flestir að gera sér stórinnkaup? „Já flestir eru með hressileg innkaup og það er mjög gaman að sjá að það er fólk að nýta þetta.“ Innkaupin kalli á ísskápstiltekt Mæðgurnar María og Ellý voru meðal þeirra sem nýttu sér afsláttinn. „Mikið gos og allskonar fyrir smoothie-bowls, svona hafradót og svona ökólógískt sem er dýrt. Og kjöt, við keyptum svolítið af kjöti. Þannig að það er doomed að maður fari í tiltekt í dag, í ísskáp og frysti, til að koma öllu fyrir,“ segir María um innkaup sín á rýmingarsölunni. María segir að nú sé mikið að bera eftir stórinnkaupin. „Og ég bý á þriðju hæð í blokk,“ segir hún. „Ég fæ manninn minn með mér í þetta.“ Aðspurður segist Alexander búast við því að hillurnar verði tómar á morgun. „Ég vona að þetta verði tómt í kvöld,“ segir hann og hlær. Matvöruverslun Reykjavík Verslun Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir í verslun Krónunnar úti á Granda. Verslunin verður lokuð meðan á breytingum stendur og því var haldin rýmingarsala í dag, þar sem allar vörur voru á 25 prósent afslætti. „Við erum að fara í risastórar breytingar hér, frá gólfefni upp í lýsingu og allskonar nýtt. Kælitæki að koma og frystitæki og jafnvel opnun nokkurra veitingastaða inni. Það verður svaka breyting og upplifun viðskiptavina verður töluvert betri eftir þessar breytingar,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Viðskiptavinir létu ekki sitt eftir liggja við aðstoð á rýmingu verslunarinnar. „Það var metmæting klukkan níu. Það hefur aldrei sést. Það er nóg að gera,“ segir Alexander. Eru flestir að gera sér stórinnkaup? „Já flestir eru með hressileg innkaup og það er mjög gaman að sjá að það er fólk að nýta þetta.“ Innkaupin kalli á ísskápstiltekt Mæðgurnar María og Ellý voru meðal þeirra sem nýttu sér afsláttinn. „Mikið gos og allskonar fyrir smoothie-bowls, svona hafradót og svona ökólógískt sem er dýrt. Og kjöt, við keyptum svolítið af kjöti. Þannig að það er doomed að maður fari í tiltekt í dag, í ísskáp og frysti, til að koma öllu fyrir,“ segir María um innkaup sín á rýmingarsölunni. María segir að nú sé mikið að bera eftir stórinnkaupin. „Og ég bý á þriðju hæð í blokk,“ segir hún. „Ég fæ manninn minn með mér í þetta.“ Aðspurður segist Alexander búast við því að hillurnar verði tómar á morgun. „Ég vona að þetta verði tómt í kvöld,“ segir hann og hlær.
Matvöruverslun Reykjavík Verslun Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira