Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb sprenginganna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2023 10:13 Frá kertafleytingu við Tjörnina í Reykjavík árið 2021. Vísir/Snorri Íslenskir friðarsinnar standa fyrir kertafleytingu víða um land annað kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan við lok síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Minnt er á að kjarnorkusprengjur eru stöðug ógn við heimsbyggðina. „78 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var fyrst beitt í hernaði í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þeir atburðir og aðdragandi þeirra eru til umfjöllunar í vinsællri kvikmynd, Oppenheimer, sem vakið hefur mikla athygli. En kjarnorkuvopn eru meira en bara sagnfræðilegt efni. Þau eru hluti af daglegum veruleika og sífelld ógn við framtíð jarðar. Má þar nefna yfirstandandi stríð í Úkraínu þar sem beitingu þeirra hefur verið hótað ef átök stigmagnast enn frekar,“ segir í tilkynningu frá Íslenskum friðarsinnum. Íslenskir friðarsinnar hafa allt frá árinu 1985 fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samkomur þessar hafa ýmist farið fram þann 6. ágúst eða 9. ágúst. Að þessu sinni verður Nagasakí-dagurinn, miðvikudagurinn 9. ágúst, fyrir valinu. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu, en rétt er að gæta að því að tímasetningar eru örlítið frábrugðnar frá einum stað til annars, sem skýrist m.a. af því hvenær fer að rökkva á einstökum stöðum. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar og hefst fleytingin klukkan 22:30. Einar Ólafsson skáld og bókavörður flytur ávarp. Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Fundarstjóri verður Guttormur Þorsteinsson formaður SHA. Á Ísafirði koma friðarsinnar saman við Neðstakaupstað á Suðurtanga klukkan 22:00. Harpa Henrýsdóttir flytur ávarp. Á Akureyri verður kertafleytingin við Leirutjörn kl. 22:00. Guðrún Þórsdóttir flytur ávarp. Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þar verður kertafleyting við Lónið á Seyðisfirði og hefst kl. 22:00. Pétur Kristjánsson flytur ávarp. Seinni heimsstyrjöldin Kjarnorka Reykjavík Tengdar fréttir „Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
„78 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var fyrst beitt í hernaði í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þeir atburðir og aðdragandi þeirra eru til umfjöllunar í vinsællri kvikmynd, Oppenheimer, sem vakið hefur mikla athygli. En kjarnorkuvopn eru meira en bara sagnfræðilegt efni. Þau eru hluti af daglegum veruleika og sífelld ógn við framtíð jarðar. Má þar nefna yfirstandandi stríð í Úkraínu þar sem beitingu þeirra hefur verið hótað ef átök stigmagnast enn frekar,“ segir í tilkynningu frá Íslenskum friðarsinnum. Íslenskir friðarsinnar hafa allt frá árinu 1985 fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samkomur þessar hafa ýmist farið fram þann 6. ágúst eða 9. ágúst. Að þessu sinni verður Nagasakí-dagurinn, miðvikudagurinn 9. ágúst, fyrir valinu. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu, en rétt er að gæta að því að tímasetningar eru örlítið frábrugðnar frá einum stað til annars, sem skýrist m.a. af því hvenær fer að rökkva á einstökum stöðum. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar og hefst fleytingin klukkan 22:30. Einar Ólafsson skáld og bókavörður flytur ávarp. Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Fundarstjóri verður Guttormur Þorsteinsson formaður SHA. Á Ísafirði koma friðarsinnar saman við Neðstakaupstað á Suðurtanga klukkan 22:00. Harpa Henrýsdóttir flytur ávarp. Á Akureyri verður kertafleytingin við Leirutjörn kl. 22:00. Guðrún Þórsdóttir flytur ávarp. Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þar verður kertafleyting við Lónið á Seyðisfirði og hefst kl. 22:00. Pétur Kristjánsson flytur ávarp.
Seinni heimsstyrjöldin Kjarnorka Reykjavík Tengdar fréttir „Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
„Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01
Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52