Veðurfræðingur frá Veðurstofu Íslands segir veðrið ekki óvenjulegt. Aðstæður til myndunar þrumuveðurs verði nokkra daga á ári.
Mælt er með því að fólk haldi sig innandyra sé það staðsett þar sem eldingar eru. Þá sé æskilegt að fólk bíði með fjallgöngur í nágrenni við höfuðborgarsvæðið þar til veðrið er afstaðið.