Lengsta sumarfríið sem Tryggvi hefur fengið í atvinnumennskunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 11:00 Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna með tilþrifum í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Tryggvi Snær Hlinason er spenntur fyrir nýju verkefni í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann færði sig um set á Spáni í sumar. Tryggvi hefur verið leikmaður liðsins Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en tók þá ákvörðun að breyta til eftir nýafstaðna leiktíð sem var köflótt hjá liðinu. Hann kveðst hafa notið lengra sumarfrís en ella. „Ég var alveg svolítið fyrir norðan. Þetta var mjög ljúft sumarfrí og það lengsta sem ég hef fengið til þessa. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er alltaf gott að byrja aftur. Mér fannst kominn tími til að byrja aftur enda ekki vanur að stoppa svona lengi. Það er gaman að vera kominn aftur af stað og byrja með strákunum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Val Pál Eiríksson. Spenntur fyrir næstu skrefum Hvernig metur hann síðasta tímabilið sitt með Zaragoza? „Þetta var svona ágætt ár allt í allt. Það var margt erfitt eins og það getur orðið í ACB en á endanum kláruðum við þetta nokkuð þægilega. Við enduðum á að tapa nokkrum leikjum í lokin sem var leiðinlegt. Ég get alveg verið sáttur við mín ár í Zaragoza og er bara spenntur fyrir næstu skrefum,“ sagði Tryggvi Snær. Tryggvi færi sig frá Zaragoza, vestar á norðurströnd Spánar, til Bilbao í Baskalandi. Hann mun spila með Bilbao Basket á komandi leiktíð. Nýr staður fyrir fjölskylduna að heimsækja „Ég farið þangað og spilað margoft. Ég farið í heimsókn þangað og þetta er mjög falleg borg og flott svæði. Fjölskyldan er mjög sátt að fá nýjan stað til að heimsækja. Ég er mjög spenntur og þekki þjálfarann vel. Í liðinu eru margir reynsluboltar úr ACB og ég er spenntur að sjá hvað við getum gert á næsta tímabili,“ sagði Tryggvi. Hvernig ber hann þetta Bilbao lið saman við Zaragoza liðið? „Þetta er svipaður kaliber og lið á svipuðu róli. Í ACB þá eru flest öll lið í þessum dúr. Í rauninni algjör happa og glappa hvar með enda síðan. Þetta er alveg lið sem getur komist í úrslitakeppnina og getur líka endað á því að berjast í fallbaráttu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem er á leiðinni í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem hefst á laugardaginn kemur í Tyrklandi. Það má horfa á allt viðtalið við Tryggva hér fyrir neðan og hvað hann segir um þetta krefjandi verkefni með landsliðinu. Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Tryggvi hefur verið leikmaður liðsins Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en tók þá ákvörðun að breyta til eftir nýafstaðna leiktíð sem var köflótt hjá liðinu. Hann kveðst hafa notið lengra sumarfrís en ella. „Ég var alveg svolítið fyrir norðan. Þetta var mjög ljúft sumarfrí og það lengsta sem ég hef fengið til þessa. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er alltaf gott að byrja aftur. Mér fannst kominn tími til að byrja aftur enda ekki vanur að stoppa svona lengi. Það er gaman að vera kominn aftur af stað og byrja með strákunum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Val Pál Eiríksson. Spenntur fyrir næstu skrefum Hvernig metur hann síðasta tímabilið sitt með Zaragoza? „Þetta var svona ágætt ár allt í allt. Það var margt erfitt eins og það getur orðið í ACB en á endanum kláruðum við þetta nokkuð þægilega. Við enduðum á að tapa nokkrum leikjum í lokin sem var leiðinlegt. Ég get alveg verið sáttur við mín ár í Zaragoza og er bara spenntur fyrir næstu skrefum,“ sagði Tryggvi Snær. Tryggvi færi sig frá Zaragoza, vestar á norðurströnd Spánar, til Bilbao í Baskalandi. Hann mun spila með Bilbao Basket á komandi leiktíð. Nýr staður fyrir fjölskylduna að heimsækja „Ég farið þangað og spilað margoft. Ég farið í heimsókn þangað og þetta er mjög falleg borg og flott svæði. Fjölskyldan er mjög sátt að fá nýjan stað til að heimsækja. Ég er mjög spenntur og þekki þjálfarann vel. Í liðinu eru margir reynsluboltar úr ACB og ég er spenntur að sjá hvað við getum gert á næsta tímabili,“ sagði Tryggvi. Hvernig ber hann þetta Bilbao lið saman við Zaragoza liðið? „Þetta er svipaður kaliber og lið á svipuðu róli. Í ACB þá eru flest öll lið í þessum dúr. Í rauninni algjör happa og glappa hvar með enda síðan. Þetta er alveg lið sem getur komist í úrslitakeppnina og getur líka endað á því að berjast í fallbaráttu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem er á leiðinni í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem hefst á laugardaginn kemur í Tyrklandi. Það má horfa á allt viðtalið við Tryggva hér fyrir neðan og hvað hann segir um þetta krefjandi verkefni með landsliðinu.
Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira